„Við ætlum á næstu 2-3 árum að gera Plaio að stórfyrirtæki,“ segir Jóhann Guðbjargarson stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins í viðskiptahluta Dagmála.
„Við stefnum að því að verða best á þessum markaði. Ég er með hugann við að gera Plaio að frábæru fyrirtæki og stækka á réttum hraða. Fara síðan í næstu stóru fjármögnun og svo spyrja hvaða möguleikum við stöndum frammi fyrir varðandi sölu,“ segir Jóhann.
Hann bætir við að fyrirtækið sé að klára að hanna stóra viðbót við kerfið sem verður birt á næstunni. Plaio stefnir að því að fara á Bandaríkjamarkað og á Ítalíumarkað.
„Það hefur verið sögulegt fyrir íslensk hugbúnaðarfyrirtæki að komast inn um dyrnar hjá erlendum fyrirtækjum og við erum komin í gegn. Það er verðugt verkefni fram undan en ekki einfalt,“ segir Jóhann.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: