Hlutur íslenska ríkisins í Íslandsbanka verður seldur á þessu ári. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá þessu í Silfrinu á Rúv í kvöld.
Íslenska ríkið á 42,5 prósenta hlut í bankanum.
Selja átti hlut ríkisins í bankanum á þessu og síðasta ári en því var frestað í október.
Miðað við marksverðmæti Íslandsbanka er hlutur ríkisins um 100 milljarða króna virði að því er segir í frétt Rúv.
Daði Már sagði að grunnur að ferli fyrir sölu bankans væri kominn langt á veg og að það ferli verði kynnt í þinginu í vor.
Aðspurður sagði hann engin áform um að selja Landsbankann.