Alvotech stofnar skóla fyrir starfsfólk

Róbert Wessman stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. Eggert Jóhannesson

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur sett á laggirnar Alvotech Akademíu sem er skóli innan fyrirtækisins fyrir starfsfólk í framleiðslu líftæknilyfja.

Fram kemur í fréttatilkynningu Alvotech að þátttakendur verði valdir úr hópi umsækjenda til að fá þjálfun í fullu starfi. Greidd verða full laun meðan á þjálfuninni stendur og býðst þeim sem standast allar kröfur að því loknu framtíðarstarf hjá fyrirtækinu.

Ekki verða gerðar sérstakar kröfur um að umsækjendur hafi háskólagráðu eða fyrri reynslu af sambærilegum störfum. Markmið skólans er að auka framboð af starfsfólki með þekkingu á vinnubrögðum í framleiðslu líftæknilyfja sem og tryggja að starfsfólk sé vel undirbúið áður en það hefur störf.

„Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi. Við viljum koma betur til móts við vaxandi fjölda umsækjenda sem áhuga hafa á því að starfa við þennan nýja hátækniiðnað á Íslandi, en telja sig hugsanlega skorta menntun eða sambærilega reynslu. Með því að bjóða upp á hnitmiðaða þjálfun flýtum við einnig fyrir innleiðingu nýs starfsfólks,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech í tilkynningunni.

Starfsfólk fær greidd full laun á meðan þjálfun stendur.
Starfsfólk fær greidd full laun á meðan þjálfun stendur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK