Áskorun fyrir nýja ríkisstjórn

Ný ríkisstjórn hefur boðað aukna fjárfestingu og aukin ríkisútgjöld af ýmsu tagi en á sama tíma talað um að sýna ráðdeild í rekstri ríkisins.

Spurður í viðskiptahluta Dagmála hvernig hann telji að þessir tveir þættir spili saman segir Jón Bjarki Bentsson aðlhagfræðingur Íslandsbanka í að hann vilji láta nýja ríkisstjórn njóta vafans þangað til línur skýrast.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

„Það verður þó áskorun fyrir nýja ríkisstjórn að koma þessu tvennu heim og saman. Þau hafa lofað að hækka ekki skatta á almenning, að minnsta kosti ekki í bráð, en á sama tíma ætla þau að auka í bótakerfið og draga úr skattbyrði á lágtekjufólk,“ segir Jón Bjarki og bætir við að hagvöxturinn vinni ekki jafn hraustlega með tekjuhliðinni og áður.

Jón Bjarki Bentsson var gestur Magdalenu Torfadóttur í viðskiptahluta Dagmála.
Jón Bjarki Bentsson var gestur Magdalenu Torfadóttur í viðskiptahluta Dagmála. mbl.is/Hallur Már

„Við sáum náttúrlega síðustu árin og þangað til í fyrra að tekjuvöxturinn var alltaf myndarlegri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, því hagkerfið var á meiri spretti og virðisaukaskatturinn og tekjuskatturinn að skila meiru,“ segir Jón Bjarki og bendir á að umskipti hafi orðið í fyrra þar sem þeir tekjustofnar voru ekki eins kraftmiklir.

„Þá þarf að halda betur á spilunum til að vinda ofan af þeim verulega fjárlagahalla sem varð í kjölfar faraldursins," segir Jón Bjarki.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK