Seðlabankinn kemur til með að taka allt með í reikninginn við næstu vaxtaákvörðun, þar á meðal horfur er varða ríkisfjármálin. Þetta segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum í viðskiptahluta Dagmála en hún var þar gestur ásamt Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi Íslandsbanka.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:
Hildur Margrét segir að óvissan í ríkisfjármálum sé þó ekki endilega meiri en hún hefur verið undanfarin ár.
„Þó er auðvitað ný ríkisstjórn að taka við og þau leggja ekki fram ný fjárlög fyrir þetta ár. Við verðum eflaust að bíða og sjá hvernig fjármálaáætlun mun líta út í vor og síðan verða fjárlög lögð fram í haust. Það skiptir máli hvernig þau tala og hvaða skilaboð þau senda til fólks og fyrirtækja varðandi hvernig ríkisstjórnin ætli að axla ábyrgð á þenslunni í efnahagslífinu og koma á efnahagslegum stöðugleika,“ segir Hildur Margrét.