Hrönn stýrir Kríu

Hrönn Greipsdóttir, nýr forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu.
Hrönn Greipsdóttir, nýr forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hrönn Greipsdóttir hefur verið skipuð sem forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, en sjóðurinn varð til við samruna Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs.

Hrönn var ein 39 umsækjenda um starfið, en 15 drógu umsóknir sínar til baka. Meðal umsækjenda voru tveir fyrrverandi þingmenn.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að eftir ítarlegt matsferli hafi stjórn sjóðsins lagt til við ráðherra að Hrönn yrði ráðin í starfið.

Hrönn er með Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá City University Business School í London. Hún er auk þess með próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.Undanfarin tvö ár hefur Hrönn gegnt stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins þar sem hún hefur borið ábyrgð á rekstri og stjórnun sjóðsins ásamt fjármögnun og ýmsum umsýsluverkefnum. Áður starfaði Hrönn sem framkvæmdastjóri Eldeyjar fjárfestingarfélags í fimm ár þar sem hún var ábyrg fyrir og leiddi fjárfestingar og eignastýringu félagsins, sem var í vörslu hjá Íslandssjóðum.

Hrönn hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá litlum og og meðalstórum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum til eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Hún sat meðal annars í stjórn Verðbréfasjóðs Búnaðarbanka Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, HF verðbréfa, auk fjölda ferðaþjónustufyrirtækja.

Hlutverk Kríu er að auka framboð fjármagns og fjármögnunarkosta fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og auka viðnámsþrótt fjármögnunarumhverfisins. Sjóðurinn hefur jafnframt það hlutverk að hvetja, með fjárfestingum sínum, einkafjárfesta til þátttöku í fjármögnun nýsköpunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK