Spá óbreytt, 4,8% í janúar

Vaxtaákvörðun Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans. Allar líkur …
Vaxtaákvörðun Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans. Allar líkur eru á lækkun stýrivaxta á næsta fundi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Samkvæmt nýrri greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, Hafsteins Haukssonar, er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs lækki um 0,1% í janúarmælingu Hagstofunnar 30. janúar næstkomandi. Jafnframt gerir Hafsteinn ráð fyrir að ársverðbólga haldist óbreytt í 4,8%.

Samkvæmt þessu yrði hlé á hjöðnun verðbólgunnar sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin.

Í greiningu Hafsteins kemur hins vegar fram að líklegt sé að verðbólga lækki myndarlega í febrúar og hjaðni áfram fram í apríl. Í spánni kemur fram að lækkun verðbólgu gæti numið tæpu prósenti fram í apríl. Hafsteinn gerir því ráð fyrir að verðbólga muni ná að fara undir 4% vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í apríl.

Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman 5. febrúar og þá með verðbólgumælingar fyrir nóvember, desember og janúar til viðmiðunar. Að mati Hafsteins eru allar líkur á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans haldi áfram á fundi bankans í febrúar og þá í takt við hjöðnun verðbólgunnar.

Fram kemur í greiningunni að það sé ekki spurning hvort vextir lækki á fundi nefndarinnar í febrúar heldur hversu mikið.

Í samtali við Morgunblaðið nefnir Hafsteinn: „Ef verðbólgan í janúar verður í takt við væntingar geri ég fastlega ráð fyrir því að Peningastefnunefnd haldi áfram vaxtalækkunarferlinu í febrúar. Verðbólga hefur nú þegar hjaðnað frá síðasta fundi nefndarinnar og verðbólguvæntingar lækkað, sem merkir að raunvextir Seðlabankans hafa hækkað frá síðasta fundi. Ef nefndin vill halda óbreyttu aðhaldsstigi milli funda þarf hún því líklega að aðlaga nafnvaxtastigið með vaxtalækkun. Á síðasta fundi ræddi nefndin ýmist 25 eða 50 punkta lækkun, og mér finnst líklegt að það verði aftur kostirnir sem komi til umræðu.“

Að mati Hafsteins eru því góð rök fyrir 25-50 punkta lækkun á fundinum, þó er verðbólga aðeins þrálátari en Seðlabankinn spáði í síðasta hefti Peningamála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK