Skagi, sem er móðurfélagtryggingarfélagsins VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og Íslenskra verðbréfa, hefurverið í miklu umbreytingarferli í kjölfar sameiningar VÍS og Fossa, sem lauk íoktóber árið 2023. Um síðastliðin áramót lauk formlega flutningitryggingarekstrar í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. og er samstæðan því kominí sitt framtíðarhorf.
Unnið hefur verið að því að samþætta starfsemi eininga innan samstæðunnar með það aðmarkmiði að nýta sóknarfæri sem myndast til tekjuaukningar samhliða því að haldaaftur af kostnaðarhækkunum. Nýlegar aðgerðir til þess að auka hagkvæmni leiðatil 300 milljóna króna árlegs sparnaðar þegar áhrif þeirra eru komin fram aðfullu.
Spurður hvort hagræðingaraðgerðir innan samstæðunnar sé lokið segir Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga að félagið muni ávallt horfa til þess að haga rekstri samstæðunnar með sem hagkvæmustum hætti. Hagræðing getur tekið á sig ýmsar myndir sem koma bæði fram á tekju- og kostnaðarhliðinni. Hagræðing þýði því ekki endilega að verið sé að draga saman seglin heldur einnig sókn á réttum forsendum.
„Við munum ávallt leita leiða til að hagræða í rekstri enda er það viðvarandi verkefni. Kostnaður er dálítið eins og mittismálið, leitnin er alltaf út á við. Svo þarf reglulega að gera atlögu. Tekjur fylgja svo sókn og vexti. Í samstæðu Skaga getum við nú boðið viðskiptavinum okkar uppá breiðara vöruframboð en félögin gátu sitt í hvoru lagi og það hefur mælst vel fyrir. Og með því að vinna á sameiginlegum innviðum getum við veitt víðtækari þjónustu með minni tilkostnaði. Að ná takti í samstæðu eins og okkar og viðhalda honum tekur tíma og útheimtir að við munum alltaf leita að möguleikum til að gera betur. Þetta er viðvarandi verkefni,“ segir Haraldur.
Síðast ár var fyrsta heila starfsár nýrrar samstæðu Skaga. Að sögn Haralds var mikilvægum áföngum náð í vegferð félagsins í átt að langtímamarkmiðum sem miðast við árslok 2026 og uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði árisns bar þess glögglega merki.
„Það hefur gengið mjög vel hjá VÍS mikill árangur náðst í að bæta grunnrekstur tryggingastarfseminnar á sama tíma og ánægja viðskiptavina er að aukast. Við erum að sjá mikinn tekjukjuvöxt í fjármálastarfseminni samhliða markvissri stækkun á efnahagi bankans. Loks voru kaupin á Íslenskum verðbréfum mikilvægt skref í átt að stærðarhagkvæmni í eignastýringarstarfseminni hjá okkur. Það er því óhætt að segja að við séum á góðri leið, “ segir Haraldur.
Spurður hvernig hann meti horfur á mörkuðum á árinu kveðst Haraldur vera bjartsýnn.
„Við erum að koma úr tiltölulega þungu árferði undanfarin þrjú árin og það er ánægjulegt að sjá að það er farið að rofa til. Það mun þó ekki gerast á einni nóttu en ég tel að við munum sjá nokkurn meðbyr á mörkuðum næsti misserin,“ segir Haraldur að lokum.
Greinin birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.