Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun

Mikilvægt er að það eigi sér stað skoðanaskipti á íslenska hlutabréfamarkaðinum til að verðmyndunin verði betri. Það að skortsala sé heimil er liður í því. Þetta segir Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland, í viðskiptahluta Dagmála sem sýnd eru á mbl.is í dag.

„Vandamálið við skortsölu er að hún hefur slæmt orð á sér. En skortsala er í rauninni ekkert annað en hin hliðin á peningnum,“ segir Finnbogi.

Hann bætir við að skortsölureglugerð Evrópu sé við lýði á Íslandi og hún kveði á um upplýsingaskyldu.

„Ástæðan fyrir því af hverju skortsala er erfið hér er að lífeyrissjóðirnir halda yfir 60% af markaðinum og mega ekki lána bréf. Á mörkuðunum í kringum okkur þar sem þetta vandamál er ekki til staðar er verðmyndunin betri,“ segir Finnbogi.

Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland.
Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland. mbl.is/María Matthíasdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK