Uppfærslan hafi mikla þýðingu

Í nokkurn tíma hefur verið rætt um hvenær Ísland færist upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu MSCI.

Finnbogi Rafn Jónsson framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland segir í viðskiptahluta Dagmála að uppfærslan myndi hafa mikla þýðingu.

„Við vinnum hörðum höndum að því að það gerist í náinni framtíð. Markaðurinn er flokkaður í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE Russell og þegar það gerðist sáum við aukið flæði erlendra fjárfesta koma inn á markaðinn með tilheyrandi jákvæðum áhrifum,“ segir Finnbogi og bætir við að verði markaðurinn færður upp um flokk hjá MSCI muni það hafa enn meiri áhrif.

Finnbogi Rafn var gestur Magdalenu Torfadóttur í viðskiptahluta Dagmála.
Finnbogi Rafn var gestur Magdalenu Torfadóttur í viðskiptahluta Dagmála. mbl.is/María Matthíasdóttir

 „Það sem þarf til að svo verði er þrjú stórfyrirtæki á markaðinn. Það varð ákveðið bakslag við að Marel er ekki lengur flokkað sem íslenskt félag eftir samrunann við JBT þó það sé tvískráð og einnig skráð á markaðinn hér heima. Það er hollt fyrir markaðinn að vísitölufyrirtækin séu að meta hann og við vinnum hörðum höndum að því að koma okkur upp stigann,“ segir Finnbogi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK