Samkvæmt tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu Syndis hefur félagið hafið sókn inn á sænska markaðinn.
Athygli vekur að leiðtogi Syndis fyrir Svíþjóð er þekktur hakkari þar í landi, David Jacoby. Hann hefur jafnframt yfir 25 ára reynslu af netöryggismálum.
„Við erum að styrkja stöðu okkar á nýjum mörkuðum og auka enn frekar vöxt fyrirtækisins. Sókn inn á sænska markaðinn er fyrsta skrefið í þessari útrás okkar erlendis." Segir Anton Már Egilsson forstjóri Syndis.