Mörg hundruð milljónir í rafmagns lúxusbifreiðar fyrir lögregluna

Audi Q6 e-tron rafmagnsbifreið.
Audi Q6 e-tron rafmagnsbifreið. Ljósmynd/Hekla verðlisti

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ríkið gengið frá kaupum á 60 Audi Q6 e-tron rafmagns lúxusbifreiðum fyrir lögregluna.

Haldið var útboð og Audi hlutskarpast. Skilyrði útboðsins voru meðal annars að bifreiðarnar væru knúnar rafmagni en samt með dráttarkrók.

Fyrir almenning í landinu kostar slík lúxusbifreið frá um 13,7 milljónum upp í um 19 milljónir samkvæmt verðlista Heklu, umboðsaðila Audi á Íslandi.

Ríkið er því að líkindum að fjárfesta nær milljarði króna í bifreiðarnar ef tekið er mið af lágmarksverði og þá þeim sérútbúnaði sem hver bifreið þarf að hafa fyrir lögregluna. Útboðsverð bifreiðanna er hins vegar ekki ljóst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK