Viðskiptaráð Íslands lagði nýverið fram 60 hagræðingartillögur sem samanlagt skila 122 milljarða króna árlegri hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Í viðskiptahluta Dagmála er rætt við Gunnar Úlfarsson hagfræðing Viðskiptaráðs.
Ein af tillögunum er að fjölmiðlanefnd verði lögð niður og þau verkefni sem nauðsynlegt er að sinna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum verið færð yfir til sameinaðar stofnunar samkeppnis og neytendamála. Ráðið leggur einnig til að Jafnréttisstofa verði lögð niður og þau verkefni sem hún sinnir færist annað. Einnig er lagt til að Þjóðskrá verði lögð niður og verkefnin færð annað.
„Hvar verkefni hvaða stofnun sinnir á sér oft á tíðum sögulegar skýringar. Þær skýringar eiga að vera hluti af sögunni en ekki nútímanum," segir Gunnar.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: