Fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera á verði því aldrei hefur verið auðveldara að nota gervigreind til að breyta bæði ásýnd og rödd í rauntíma.
Stutt er síðan tölvuþrjótar stálu jafnvirði 25 milljóna dala frá félagi í Hong Kong með auðkennissvikum þar sem starfsmaður var plataður á myndfund þar sem hann ræddi við djúpfalsaða útgáfu af fjármálastjóra fyrirtækisins og öðrum stjórnendum sem skipuðu honum að millifæra upphæðina.
Pinar Alpay hjá Signicat heldur erindi á UTmessunni um næstu helgi þar sem hún fer í saumana á þeim nýju öryggishættum sem fylgja djúpfölsunum og örum framförum í gervigreind.
„Sumum gæti þótt freistandi að t.d. reyna að sannfæra þjónustufulltrúa um að látinn ættingi sé enn á lífi svo að lífeyrisgreiðslurnar til hans haldi áfram að berast, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt,“ segir hún.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag