Lækkanir á mörkuðum í kjölfar tolla

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Dow vísitalan lækkaði um um það bil 544 punkta, eða 1,2%, við opnun markaða. S&P 500 féll um 1,7% og Nasdaq samsetta vísitalan lækkaði um 1,9%.

Hlutabréf féllu einnig á heimsvísu i dag. Helstu evrópsku vísitölurnar lækkuðu allar, og asískir markaðir lokuðu með verulegum lækkunum. Bitcoin og aðrar rafmyntir féllu einnig vegna vaxandi ótta við efnahagssamdrátt. Bandaríkjadalur styrktist verulega.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti á laugardag að innleiddur yrði 25% tollur á allar vörur frá Mexíkó og flestar innfluttar vörur frá Kanada og mun hann taka gildi á þriðjudag. Auk þess verður 10% tollur á kínverskar vörur settur á.

Ættum að smíða okkar eigin bíla

Í skilaboðum sem Trump birti á Truth Social á sunnudag sagði hann: „Við þurfum ekkert sem þau hafa. Við ættum að smíða okkar eigin bíla og eigum meira timbur en við getum nokkurn tíma notað.“

Þrátt fyrir þetta eru birgðakeðjur Bandaríkjanna háðar viðskiptalöndum sínum og jafnvel fyrir vörur sem gætu verið framleiddar eingöngu innanlands er málið ekki svo einfalt.

Kanada og Mexíkó hafa lagt á hefndartolla og Kína hefur lýst því yfir að það muni „grípa til nauðsynlegra gagnaðgerða“. 

Trump hefur einnig lofað að setja a fleiri tolla þann 18. febrúar, mögulega á fleiri lönd.

Greinandi sem viðskiptavefur mbl.is ræddi við í morgun sagði að viðbrögð á mörkuðum við aðgerðum Trumps ættu ekki að koma á óvart. Líkur eru þó að markaðir jafni sig á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK