Bankakerfið með eina minnstu arðsemi í Evrópu

Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF.
Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska bankakerfið hefur síðustu ár verið með eina minnstu arðsemi eigin fjár í Evrópu. Þetta sýna tölur frá evrópska bankaeftirlitinu (EBA). Arðsemi eigin fjár í evrópskum bankakerfum var góð 2023 og einnig í fyrra, eftir því sem fyrir liggur um það ár. Arðsemin hér á landi hefur einnig farið batnandi en er engu að síður ein sú minnsta í álfunni.

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF), segir að tölurnar sýni að afkoman hafi verið lakari en almennt viðgengst í bankarekstri í Evrópu, eins og raunin hafi verið undanfarin ár. Það hafi verið áskorun fyrir bankana að skila ávöxtun í samræmi við það eigið fé sem bundið er í rekstrinum og þá áhættu sem fylgir rekstrinum.

„Heilt yfir má þó segja að afkoma íslensku bankanna að undanförnu hafi verið viðunandi og í takt við markmið eigenda bankanna sem eru að stærstum hluta íslenska ríkið og lífeyrissjóðir. Það hefur verið vöxtur í útlánum til fyrirtækja enda fjölmörg tækifæri til fjárfestinga og uppbyggingar atvinnuvega hér á landi. Staða heimilanna hefur reynst sterkari en margir væntu á tíma hárra vaxta,“ segir Heiðrún og bætir við að það hafi verið jákvæð tíðindi að vextir væru teknir að lækka samhliða lægri verðbólgu en benda megi á að vanskil hafa verið minni en þau voru fyrir heimsfaraldurinn í gegnum allt hávaxtatímabilið.

Heimild: SFF

Starfsumhverfið verði sambærilegt og í Evrópu

Heiðrún bendir á að þótt umræðan um afkomu bankanna sé um margt skiljanleg í ljósi þess að um háar fjárhæðir sé að ræða þurfi að horfa á það í samhengi við það hve mikið eigið fé sé bundið í rekstri banka lögum samkvæmt.

„Eigið fé viðskiptabankanna þriggja er yfir 700 milljarðar og þar af tilheyra yfir 500 milljarðar ríkinu og lífeyrissjóðum í gegnum eignarhald þeirra. Arðgreiðslur bankanna renna því að stærstum hluta til ríkisins annars vegar og lífeyrissjóðanna hins vegar.“

Lesa má greinina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK