Tíðindi á Hótel Holti á 60 ára afmælinu

Geirlaug Þorvaldsdóttir hefur mörg járn í eldinum, 85 ára gömul.
Geirlaug Þorvaldsdóttir hefur mörg járn í eldinum, 85 ára gömul. mbl.is/Kristinn Magnússon

Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, undirbýr enduropnun veitingahússins á hótelinu. Veitingahúsinu var lokað 2018 en svo tók við niðursveifla í ferðaþjónustu og svo algjört eftirspurnarfall í farsóttinni. Nú geta velunnarar hótelsins hins vegar rifjað upp gamla tíma.

Uppselt er á hátíðarkvöldverð 14. febrúar næstkomandi. Geirlaug segir marga hafa saknað staðarins.

Mikið spurt um staðinn

„Það kemur til af því að það fór svo gott orð af okkar veitingastað. Við ætlum þó ekki að hafa hann opinn sjö daga vikunnar. Það er mikið spurt um veitingastaðinn og ég segi öllum sem hingað koma að það sé nóg af veitingastöðum í bænum en ég veit að þessi var og mun verða toppurinn. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að taka á móti hópum í mat fyrir alls konar tilefni. Í það höfum við afar fallegan sal sem er kallaður Þingholt en það er kjörinn staður fyrir veislur og móttökur af öllum gerðum,“ segir Geirlaug.

Með tvær hendur tómar

Foreldrar Geirlaugar, hjónin Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur, settu mikinn svip á íslenskt atvinnulíf. Hótel þeirra og glæsilegt listasafn vitna um ríkidæmi. Hins vegar byrjaði Þorvaldur með tvær hendur tómar.

„Hann er uppalinn hér á Grundarstígnum og alltaf um helgar fengu strákarnir að kaupa sér stærðarinnar vínarbrauð. En ekki hann. Hann átti að safna peningum og ekki eyða þeim í svona hluti,“ segir Geirlaug um æskuár föður síns.

Geirlaug, sem varð 85 ára í desember, tekur virkan þátt í rekstrinum.

„Ég er vakin og sofin yfir hótelinu. Er alltaf að hugsa eitthvað nýtt. Núna er ég að hugsa eitthvað alveg splunkunýtt,“ segir Geirlaug sem bauð ViðskiptaMogganum í kaffi á Holtinu.

Lesa má viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK