Samkvæmt tilkynningu hefur Great Place to Work, alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu, birt lista yfir svokallaða Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsólks á Íslandi.
Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.
CCP er í efsta sæti yfir fyrirtæki með 100 starfsmenn og fleiri en Stokkur Software leiðir listann yfir fyrirtæki með 100 starfsmenn og færri
,,Við erum stolt af þessari viðurkenningu og þetta er hvatning til að halda áfram á sömu braut”, segir Gunnar Haugen, Talent Management Director hjá CCP.
,,Við leggjum áherslu að sýna okkar starfsfólki áhuga og stuðning. Við leggjum okkur fram um að skapa aðstæður þar sem allir geta blómstrað og við í sameiningu náð árangri á alþjóðlegum markaði þar sem samkeppnin er mikil," segir Gunnar ennfremur.