Milljarðatugir í ríkiskassann

Guðmundur Fertram Sigurjónsson er forstjóri Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson er forstjóri Kerecis. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Samkvæmt tilkynningu frá Kerecis mun tilfærsla á hugverkaréttindum frá Íslandi til Danmerkur skila um 40 milljörðum til íslenska ríkisins.

Tilfærslan er hluti af alþjóðlegri stefnu móðurfélagsins varðandi hugverkaréttindi, sem öll eru í Danmörku. Um er að ræða hátt í 200 einkaleyfi í eigu Kerecis sem varða uppfinningar Guðmundar Fertrams og samstarfsmanna hans í Kerecis.

Kerecis var selt árið 2023 fyrir um 180 milljarða og runnu 113 milljarðar til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar til hluthafa á vestfjörðum.

Í tilkynningu kemur fram að verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um 90 milljörðum sem er 125x meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi, 80 á Ísafirði og 50 í Reykjavík.

Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hefur engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi sem helst óbreytt og höfuðstðvar Kerecis verða áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hefur verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á íslandi síðan að félagið var selt til Coloplast.

Haft er eftir Guðmundi Fertram Sigurjónssyni forstjóra Kerecis:
„Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK