Samkvæmt tilkynningu Landsvirkjunar hefur öllum skerðingum á stórnotendur á afhendingu raforku verið aflétt frá og með gærdeginum, 7. febrúar.
Ástæðan er batnandi vatnsbúskapur á Þjórsársvæðinu eftir umhleypingar síðustu vikna. Landsvirkjun bendir síðan á að í langtímaspá sé gert ráð fyrir að hiti og úrkoma verði yfir meðallagi næstu vikur og því hverfandi líkur á að grípa þurfi til frekari skerðinga fram til vors.