Metur horfurnar góðar

Sig­urður Viðars­son, fram­kvæmda­stjóri Hili á Íslandi, var gest­ur í viðskipta­hluta Dag­mála þar sem hann ræddi um starf­semi Hili en einnig um fjár­mála­markaðinn og trygg­inga­markaðinn en Sig­urður starfaði lengi vel sem for­stjóri TM og um hríð sem aðstoðarfor­stjóri Kviku.

Spurður hvernig hann meti horfurnar á fasteignamarkaði segir Sigurður að hann telji þær býsna góðar.

Fasteignaverð hefur sögulega séð hækkað frekar mikið undanfarna áratugi og tölurnar sýna að fasteignir einstaklinga á Íslandi hafa hækkað að meðaltali um 8,3% á ári, og hrunið er inni í þeim tölum. Fasteignaverð undanfarin 5 ár afa hækkað um 9,4% á ári, þannig ávöxtun af þessum eignaflokki hefur verið gífurlega góð," segir Sigurður og bætir við að þó séu blikur á lofti.

Það hefur hægt á sölu fasteigna undanfarið en það er afleiðing af vaxtaumhverfinu og þeir hafa verið mjög háir, Seðlabankinn er byrjaður í vaxtalækkunarferli og ég tel að þegar vextirnir færast niður muni koma líf á markaðinn aftur. Ég tel að horfurnar séu býsna góðar," segir Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK