Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth er meðal handhafa Upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélagsins (Ský) 2025. Verðlaunin afhenti forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, við hátíðlega athöfn á UT-messunni í Hörpu fyrir helgi, en þau voru veitt stóru gagnaverunum á Íslandi, atNorth, Borealis Data Center og Verne Global.
Haft er eftir Erling Guðmundssyni, framkvæmdarstjóri rekstrar atNorth að fyrirtækið sé afskaplega stolt af verðlaununum.
„Við erum afskaplega stolt af þessum verðlaunum og viðurkenningunni á mikilvægi þessa ört vaxandi geira upplýsingatækninnar sem í þeim felst. Íslensk gagnaver hafa látið til sín taka á þessu sviði á heimsvísu og eru í fararbroddi með sjálfbærni að leiðarljósi. Vöxtur geirans hefur verið hraður og fyrirséð að hann verði það áfram, en líkt og fram kemur í umsögn valnefndar munu gagnaver leika sívaxandi hlutverk á heimsvísu næstu ár, með tilkomu gervigreindar og vexti skýjaþjónustu,“ er haft eftir Erling.