Skyggnir kaupir Moodup og styrkir Origo

Efri röð f.v.: Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo, Halla Árnadóttir, …
Efri röð f.v.: Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo, Halla Árnadóttir, teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup. Neðri röð f.v.: Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup, Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, Ari Daníelsson, forstjóri Origo og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup. Ljósmynd/Aðsend

Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup, sem þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga.

Fram kemur í tilkynningu Skyggnis að með fjárfestingunni fái Moodup aukinn slagkraft til vaxtar og á sama tíma munu Moodup og Origo efla samstarf sitt í heildstæðum mannauðslausnum.

„Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því að halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup.

Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, segir það muni styrkja Moodup að starfa með framsæknu og reynslumiklu fólki sem Skyggnir og Origo hafa á að skipa. „Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK