Kaflaskil í baráttu við verðbólguna

Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á …
Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars en ársverðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­bank­inn spá­ir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars en ár­sverðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Þetta kem­ur fram í grein­ingu bank­ans, Hag­sjá, sem Lands­bank­inn gaf út í gær.

Í grein­ing­unni er gert ráð fyr­ir að janúar­út­söl­ur á föt­um og skóm klárist í mars og að sá liður hafi mest áhrif á hækk­un vísi­töl­unn­ar á milli mánaða. Gert er ráð fyr­ir að reiknuð húsa­leiga þró­ist með svipuðum hætti og síðustu mánuði og spá­ir bank­inn 0,5% hækk­un í mars. Í mars í fyrra hækkaði reiknuð húsa­leiga mikið, eða um 2,1%, og gangi spá bank­ans eft­ir hef­ur sá liður mest áhrif til lækk­un­ar á ár­sverðbólgu.

Í grein­ing­unni er bú­ist við að verðbólga verði stöðug í kring­um 4% næstu mánuði. Þar er sér­stak­lega til­greint að komið sé að kafla­skil­um í bar­átt­unni við verðbólg­una og að það hægi á hjöðnun henn­ar.

Bank­inn spá­ir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,54% í mars, 0,74% í apríl, 0,32% í maí og 0,49% í júní. Gangi spá­in eft­ir verður verðbólga nokkuð stöðug í kring­um 4% næstu mánuði og mæl­ist 3,9% í mars, 4,1% í apríl og 3,9% í bæði maí og júní.

Morg­un­blaðið leitaði til Unu Jóns­dótt­ur aðal­hag­fræðings Lands­bank­ans sem nefndi:

„Við höf­um náð mjög góðum ár­angri í því að ná verðbólgu niður síðustu tvö ár, en núna virðist fátt í kort­un­um benda til þess að hún gangi áfram niður með sama hraða næstu mánuði. Við höf­um notið góðs af því und­an­farið að stór­ir hækk­un­ar­mánuðir hafa dottið út úr 12 mánaða mæl­ing­um en nú eru fáir slík­ir mánuðir eft­ir. Þar að auki gæti þrýst­ing­ur komið frá vinnu­markaðnum í kjöl­far ný­und­ir­ritaðra kjara­samn­inga og svo hef­ur óvissa á hinu alþjóðlegu sviði auk­ist vegna mögu­legra tolla og áhrif þeirra á vöru­verð. Þessu til viðbót­ar má nefna að ekki hef­ur tek­ist að ná verðbólgu­vænt­ing­um niður, sem gæti gert það að verk­um að verðbólga verði treg­breyt­an­leg næstu mánuði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK