Nýfjárfesting hefur ekki verið næg

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, fjallaði um ástandið sem vegakerfið …
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, fjallaði um ástandið sem vegakerfið er í hér á landi og hvaða leiðir eru til úrbóta. mbl.is/Árni Sæberg

Lands­bank­inn stóð fyr­ir fundi í sam­vinnu við Sam­tök iðnaðar­ins (SI) í gær um fjár­mögn­un og upp­bygg­ingu innviða en mál­efnið hef­ur verið mikið í deigl­unni að und­an­förnu.

Fund­ur­inn bar yf­ir­skrift­ina: Hvernig kom­um við hreyf­ingu á hlut­ina? Meðal fyr­ir­les­ara var Ingólf­ur Bend­er, aðal­hag­fræðing­ur Sam­taka iðnaðar­ins.

Er­indi hans fjallaði um það slæma ástand sem vega­kerfið er í hér á landi og hvaða leiðir eru til út­bóta.

„Ég fjallaði um að vega­sam­göng­ur eru okk­ur afar mik­il­væg­ar sem þjóð en að ónóg ný­fjár­fest­ing og viðhald und­an­far­in ár hef­ur grafið und­an getu kerf­is­ins til að sinna þörf­um at­vinnu­lífs og lands­manna. Innviðaskuld­in vex, bæði í ný­fjár­fest­ing­um og viðhaldi. Skulda­söfn­un­in er dýr og hef­ur mik­il áhrif á sam­fé­lagið. Nauðsyn­legt er að finna leiðir til að gera hlut­ina bet­ur,“ seg­ir Ingóf­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Sam­kvæmt niður­stöðum skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins og Fé­lags ráðgjaf­ar­verk­fræðinga, sem kom út um miðjan fe­brú­ar síðastliðinn, er vega­kerfið í versta ástand­inu af öll­um innviðum lands­ins þegar kem­ur að ástandi og viðhalds­skuld.

Þetta er meðal verðmæt­ustu innviða lands­ins en veg­ina nýt­um við til að flytja fólk, vör­ur og þjón­ustu á milli landsvæða. Innviðir á þessu sviði eru lífæðar sam­fé­lags­ins. Þjóðvega­kerfið hef­ur ekki vaxið í takti við auk­in um­svif í hag­kerf­inu síðustu ár.

Vöxt­ur kerf­is­ins hef­ur verið mun minni en um­ferðar um þjóðvegi lands­ins. Af­leiðing­in er aukn­ar taf­ir og meiri slysa­hætta. Hvort tveggja kost­ar þjóðfé­lagið mikið. Taf­ir draga úr fram­leiðni og verðmæta­sköp­un hag­kerf­is­ins,“ seg­ir Ingólf­ur.

Í of­an­greindri skýrslu kem­ur fram að vega­kerfið fær ástand­s­ein­kunn 2 af 5 mögu­leg­um. Merk­ir þetta að það er í mjög slæmu ástandi. Innviðaskuld­in í vega­kerf­inu er met­in 287 ma.kr. og hef­ur hún vaxið veru­lega síðustu ár en hún var 120 ma.kr. árið 2017.

Framtíðar­horf­ur eru metn­ar slæm­ar í skýrsl­unni.

Spurður til hvaða aðgerða stjórn­völd þyrftu að grípa seg­ir Ingólf­ur að ým­is­legt sé hægt að gera en að staðan sé al­var­leg vegna langvar­andi fjár­skorts.

„Það þyrfti að fara með það sem inn­heimt er af bif­reiðum í upp­bygg­ingu og viðhald vega. Með breyt­ing­um á gjald­töku af öku­tækj­um stefna stjórn­völd á að tekj­ur af öku­tækj­um og eldsneyti verði 1,5% af VLF 2025 og komn­ar í 1,7% af VLF 2027. Við þurf­um að nota þetta allt í upp­bygg­ingu og viðhald vega­kerf­is­ins,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það þyrfti einnig að nýta fjár­magnið bet­ur sem aflað er til fram­kvæmda og viðhalds vega.

„Með til dæm­is aukn­um fyr­ir­sjá­an­leika má lækka kostnað. Stjórn­end­ur verk­taka­fyr­ir­tækja sem eru í op­in­ber­um fram­kvæmd­um segja að fyr­ir­tæki þeirra gætu boðið nær 11% lægra í op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir ef fyr­ir­sjá­an­leiki væri til staðar. Það þyrfti einnig að for­gangsraða í þágu þjóðhags­legra arðsamra verk­efna, fara í þær fram­kvæmd­ir sem skipta máli, nýta kosti sam­vinnu­verk­efna milli einkaaðila og hins op­in­bera, færa verk­efni fram­ar í tíma og lækka kostnað og bæta vetr­arþjón­ust­una,“ seg­ir Ingólf­ur að lok­um.

Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK