UFS-þættir áhættudreifingartól

Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis.
Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis. mbl.is/Eyþór

Jón Finn­boga­son, fram­kvæmda­stjóri sjóðastýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Stefn­is, er í miðopnu­viðtali ViðskiptaMogg­ans þessa vik­una.

Stefn­ir hef­ur um nokk­urt skeið lagt áherslu á að þau fé­lög sem sjóðirn­ir fjár­festa í upp­fylli skil­yrði um UFS-þætti. Nú er það svo að umræðan um UFS-þætti hef­ur snú­ist og mörg þekkt fjár­mála­fyr­ir­tæki í heim­in­um hafa fallið frá þeirri stefnu. Hvernig horf­ir það við ykk­ur hjá Stefni?

„Ég hugsa nú að það sé ofsagt að hún hafi snú­ist. Umræðan hef­ur þrosk­ast og fleiri koma nú að mál­um sem snúa að sjálf­bærni, sem end­ur­spegl­ast í fjöl­breytt­ari skoðunum um þau mál­efni. Mat fjár­fest­ing­ar­kosta og ígrunduð ákv­arðana­taka byggð á áhættumiðaðri nálg­un er nokkuð sem við höf­um ávallt stundað hjá Stefni. Að inn­leiða aðferðafræði ábyrgra fjár­fest­inga var okk­ur frek­ar auðvelt verk­efni og ákvörðunin um að vera leiðandi í þeirri umræðu dýpkaði skiln­ing okk­ar á þeim mál­efn­um sem í dag­legu tali eru oft nefnd UFS. Við erum um þess­ar mund­ir að huga að frek­ari sjálf­virkni­væðingu hvað þessi mál varðar. Viðskipta­vin­ir okk­ar og þá sér­stak­lega stofnana­fjár­fest­ar fara núna fram á ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar á þessu sviði og er okk­ur ljúft og skylt að verða við því. Það styrk­ir okk­ur einnig í vöruþróun að skilja hvar áhersl­ur viðskipta­vina okk­ar liggja þegar kem­ur að UFS-mál­um. Sjálf­bærni er orðin hluti af fjár­fest­ing­ar­ákvörðunum og horf­um við sér­stak­lega til þeirra tæki­færa sem geta skap­ast á því sviði í þeim fjár­fest­ing­um þar sem við höf­um áhrif,“ seg­ir Jón.

Spurður hvort hon­um finn­ist að sjóður eigi að líta fram hjá fjár­fest­ing­ar­tæki­færi ef það sam­ræm­ist ekki UFS-sjón­ar­miðum seg­ir Jón að all­ar ákv­arðanir er varða fjár­fest­ing­ar­tæki­færi sjóðanna þurfi að vera vel rök­studd­ar.

„Nú er það sem bet­ur fer svo að ótal fjár­fest­ing­ar­tæki­færi standa sjóðum til boða sem þarf svo að meta út frá fjöl­mörg­um þátt­um. Að hafna fjár­fest­ing­ar­tæki­færi vegna UFS-sjón­ar­miða ein­göngu þarf að vera vel rök­stutt, en þegar áskor­an­ir blasa við á sviði UFS-mála eru þar líka tæki­færi. Það verður ekki sagt að þeir sjóðir okk­ar sem eru með sér­staka áherslu á UFS-mál sýni lak­ari ár­ang­ur en aðrir fjár­fest­ing­ar­kost­ir. Þetta eru frá­bær tól til áhættu­dreif­ing­ar og það sést líka núna þegar heims­mynd­in er að breyt­ast að mögu­lega fel­ast tæki­færi í sjálf­bærni og sterk­um stjórn­ar­hátt­um fé­laga,” seg­ir Jón.

Bjart­sýnn á markaði

Spurður hvort hann sé bjart­sýnn á þró­un­ina á mörkuðum næstu miss­er­in seg­ir Jón að ís­lenskt at­vinnu­líf hafi staðið frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um vegna hás vaxta­stigs, sem hafi haft þung áhrif. „Seðlabank­inn hef­ur verið einn á brems­unni á meðan skuld­ir rík­is­sjóðs hafa auk­ist tölu­vert,“ seg­ir hann og bend­ir á að hrein­ar skuld­ir rík­is­sjóðs hafi vaxið um 162 millj­arða króna á ár­inu 2024, eða 237 millj­arða króna þegar skuld­ir frá 2023 eru tekn­ar með í reikn­ing­inn. „Hið op­in­bera hef­ur því gert lítið til að draga úr verðbólguþrýst­ingi,“ bæt­ir hann við.

Hann tel­ur þó að von sé á breyt­ing­um. „Ný rík­is­stjórn hef­ur lýst yfir ásetn­ingi sín­um um að ná fram stöðug­leika í efna­hags­líf­inu og stuðla að lækk­un vaxta með skyn­sam­legri fjár­mála­stjórn. Við bind­um mikl­ar von­ir við að það gangi eft­ir,“ seg­ir hann.

Þegar kem­ur að hluta­bréfa­markaðnum er Jón bjart­sýnn. „Drunga síðustu ára virðist vera að létta, og nú glitt­ir í sól,“ seg­ir hann. Hann bend­ir á að markaður­inn hafi tekið við sér í lok síðasta árs, sem sýni að eft­ir­spurn­ar­hliðin sé sterk. „Sam­kvæmt töl­um Seðlabank­ans eru um 1.700 millj­arðar króna í inn­lán­um heim­ila í land­inu og það er lík­legt að hluti af þessu fé muni fær­ast yfir á verðbréfa­markaði,“ út­skýr­ir hann.

Hann tel­ur að þessi þróun gæti leitt til auk­inn­ar virkni á markaði, hærri veltu í kaup­höll­inni og hækk­andi verðmæt­is eigna. „Nokk­ur fé­lög eru einnig að íhuga skrán­ingu eða útboð, sem gæti aukið fjöl­breytni í kaup­höll­inni,“ seg­ir hann og nefn­ir sér­stak­lega sölu á hlut rík­is­sjóðs í Íslands­banka sem eitt þeirra verk­efna sem muni hafa áhrif.

Jón legg­ur áherslu á að auk­in fjöl­breytni í Kaup­höll Íslands sé lyk­il­atriði. „Ef við náum að laða fleiri er­lenda fjár­festa að ís­lensk­um markaði mun það styrkja bæði markaðinn og ís­lenskt at­vinnu­líf til lengri tíma litið,“ seg­ir hann.

Jón seg­ir að ís­lenski markaður­inn hafi verið í mikl­um vaxtarfasa á und­an­förn­um árum. „Við sjá­um mikla þróun í skráðum fé­lög­um – árið 2010 voru aðeins 11 fé­lög skráð á markað hér­lend­is, en nú, ein­um og hálf­um ára­tug síðar, eru þau orðin 33,“ seg­ir hann.

Hann bend­ir á að ís­lensk­ur markaður hafi aldrei verið fjöl­breytt­ari. „Við höf­um nú átta skráð fé­lög þar sem markaðsverðið er rúm­lega 100 millj­arðar króna,“ út­skýr­ir hann og bæt­ir við að þessi þróun sé mik­il breyt­ing frá því þegar sjáv­ar­út­veg­ur og land­búnaður voru meg­in­atvinnu­veg­ir lands­ins. „Í dag er Ísland miðstöð há­tækniþró­un­ar og hug­verkaiðnaðar. Við sjá­um bæði stóriðju og ný­sköp­un vaxa hratt, og ís­lensk­ir frum­kvöðlar hafa skapað vör­ur og þjón­ustu sem er eft­ir­spurn eft­ir um all­an heim,“ seg­ir hann.

Hann legg­ur þó áherslu á að það megi ekki gleyma því sem Ísland hef­ur löng­um staðið sig vel í. „Við höf­um verið í far­ar­broddi í sjáv­ar­út­vegi og ís­lensk fyr­ir­tæki hafa náð gríðarleg­um ár­angri í þróun veiða og vinnslu. Þessi geiri hef­ur skilað mikl­um verðmæt­um og gert okk­ur að einni fremstu fisk­veiðiþjóð heims,“ seg­ir hann.

Jón tel­ur því að fjár­fest­ing­ar­tæki­færi sé að finna í mörg­um mis­mun­andi geir­um. „Hvort sem það er ný­sköp­un, há­tækniiðnaður eða hefðbundn­ari at­vinnu­veg­ir er fjár­fest­ing í ís­lensku at­vinnu­lífi og upp­bygg­ingu alltaf gulls ígildi,“ seg­ir hann.

Að mati Jóns hef­ur tækni­væðing gjör­breytt sjóðastýr­ingu og aðgengi fjár­festa að fjár­fest­ing­ar­kost­um. „Við sjá­um nú að fjár­fest­ar hafa betri aðgang að sjóðum og öðrum fjár­fest­ing­ar­mögu­leik­um en nokkru sinni fyrr,“ seg­ir hann.

Hann bend­ir á að fjár­fest­ar séu að verða sí­fellt upp­lýst­ari og taki meðvitaðri ákv­arðanir um fjár­fest­ing­ar­kosti sína. „Þró­un­in hef­ur verið í átt að auk­inni skil­virkni og betri yf­ir­sýn, sem hef­ur gert not­endaviðmót sjóðastýr­ing­arþjón­ustu mun þægi­legri,“ út­skýr­ir hann.

Hann tel­ur að Stefn­ir hafi verið í far­ar­broddi í þess­um mál­um. „Við höf­um lagt mikla áherslu á að gera aðgengi að sjóðum okk­ar ein­fald­ara og veita ná­kvæm­ar og skýr­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir fjár­festa,“ seg­ir hann.

Þá nefn­ir hann einnig mik­il­vægi fjár­tækni­lausna í þess­ari þróun. „Ari­on banki hef­ur verið leiðandi í inn­leiðingu nýrra fjár­tækni­lausna sem stuðla að betri sjóðastýr­ingu, og við hjá Stefni höf­um nýtt okk­ur þessa tækni til að bæta þjón­ustu okk­ar,“ seg­ir hann að lok­um.

Viðtalið í heild sinni má lesa í ViðskiptaMogg­an­um.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK