Akkur telur Kviku vanmetna á markaði

Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku banka.
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­ex­and­er J. Hjálm­ars­son hjá Akk – grein­ingu og ráðgjöf hef­ur gefið út nýtt verðmat á Kviku. Þar kem­ur fram að mark­gengi sé upp á 25,7 krón­ur á hlut. Gengi bréfa bank­ans á markaði er rétt und­ir 20 krón­um á hlut og því van­metið.

Al­ex­and­er bend­ir á að Kvika sé frá­brugðin hinum bönk­un­um á Íslensk­um markaði að því leyti að það sé mik­ill vöxt­ur fram und­an hjá bank­an­um og því þurfi að meta hann á ann­an hátt en ella.

Bent er á að bank­inn sé með metnaðarfull mark­mið um að tvö­falda lána­bók sína á næstu þrem­ur árum. Einnig séu lík­ur á að auk­in um­svif verði í hag­kerf­inu á næst­unni sem leiði til stærri verk­efna á fyr­ir­tækja­sviði, bæði á lána- og ráðgjaf­ar­hlið bank­ans. Verðbréfa­markaðir séu að taka við sér sem muni aft­ur þýða auk­in um­svif fyr­ir bank­ann í miðlun og eign­a­stýr­ingu.

Al­ex­and­er bend­ir sér­stak­lega á að fjár­fest­ar hafi al­mennt verið nei­kvæðir á starf­semi Kviku í Bretlandi og það sé því verk­efni stjórn­enda bank­ans að styrkja og skýra rekst­ur­inn. Eft­ir­lit­s­kerfið sé þungt og tíma­frekt. Sér­tæk­ir skatt­ar á banka séu álitn­ir sjálfsagður hlut­ur, það sé því póli­tísk áhætta í rekstr­in­um. 

Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK