Ísland númer sex í framfaravísitölu

Ísland er í sjötta sæti af 170 þjóðum í ár­legri mæl­ingu Social Progress Im­perati­ve, SPI (AlTi Global Social Progress Index), á vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara.

Í sæt­um eitt til fimm eru Nor­eg­ur, Dan­mörk, Finn­land, Svíþjóð og Sviss.

„Heilt yfir kom­um við ágæt­lega út og get­um verið stolt af niður­stöðunni,“ seg­ir Rós­björg Jóns­dótt­ir full­trúi SPI á Íslandi í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Við höf­um alltaf verið á topp tíu. Við dett­um niður um tvö sæti milli ára, en það er bara af því að tveim­ur lönd­um gekk bet­ur en á ár­inu á und­an. Það var ekki af því að okk­ur hafi gengið verr.“

Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúi SPI á Íslandi segir þjóðina geta verið …
Rós­björg Jóns­dótt­ir full­trúi SPI á Íslandi seg­ir þjóðina geta verið stolta af niður­stöðunni. Morg­un­blaðið/​Ka­ritas

Ísland hef­ur fjór­tán sinn­um verið með í mæl­ing­um SPI eða frá upp­hafi mæl­inga.

Michael Green for­stjóri SPI og Matt­hew Bis­hop hjá breska tíma­rit­inu The Econom­ist áttu frum­kvæði að vísi­töl­unni eft­ir efna­hagskrepp­una 2008.

Pró­fess­or­arn­ir Michael E. Port­er hjá Har­vard Bus­iness School og Scott Stern hjá MIT komu til liðs við þá 2011.

Mynd af lífs­gæðum

Hug­mynd­in var að gefa mynd af raun­veru­leg­um lífs­gæðum í lönd­um heims­ins, óháð efna­hags­leg­um mæli­kvörðum eins og vergri lands­fram­leiðslu.

Rós­björg seg­ir mik­il­vægt að átta sig á að verið sé að bera þjóðir sam­an með hliðsjón af mæli­kv­arðanum „tekj­ur á mann“. Þannig sé tryggt að sam­an­b­urður­inn sé raun­hæf­ur. „Niðurstaðan seg­ir til um hvernig okk­ur hef­ur tek­ist upp við að byggja upp gott sam­fé­lag út frá fé­lags­leg­um og um­hverf­is­leg­um mæli­kvörðum.“

Rós­björg seg­ir að aðgang­ur að hag­stæðu hús­næði vegi þungt inn í ís­lensku niður­stöðuna í ár.

Aðspurð seg­ir hún að vísi­tal­an sé unn­in úr þeim gögn­um sem Ísland láti alþjóðastofn­un­um í té ár hvert.

Spurð hvernig vísi­tal­an nýt­ist og hvort yf­ir­völd hafi hana til hliðsjón­ar í sinni vinnu seg­ist Rós­björg vona að svo sé og að stjórn­völd ættu að hafa hana til hliðsjón­ar, því mæl­ing­in sé hlut­laus. „Ýmsar þjóðir nýta vísi­töl­una í marg­vís­leg­um til­gangi, til dæm­is við stefnu­mót­un. Ég myndi gjarn­an vilja sjá ís­lensk stjórn­völd nýta mæl­ing­arn­ar bet­ur því þær end­ur­spegla raun­veru­leg­ar niður­stöður, ekki það sem lagt er til. Ég vil ít­reka að okk­ur hef­ur tek­ist rosa­lega vel að byggja upp öfl­ugt vel­ferðarsam­fé­lag en það þarf að standa vörð um það.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK