Plaio styrkir teymið

Nýir starfsmenn Plaio.
Nýir starfsmenn Plaio. Ljósmynd/Aðsend

Sam­kvæmt til­kynn­ingu hef­ur Plaio ráðið til sín fjóra starfs­menn í hóp vöru- og hug­búnaðarþró­un­ar og inn­leiðing­ar og ráðgjaf­ar.

Fram kem­ur að framtíðar­sýn Plaio sé að vera leiðandi fyr­ir­tæki á sviði gervi­greind­ar­tækni í aðfanga­keðjum lyfja- og líf­vís­inda­fyr­ir­tækja.

Plaio var stofnað af for­stjóra fé­lags­ins, Jó­hanni Guðbjarg­ar­syni. 

Starfs­menn­irn­ir fjór­ir sem koma nú til fé­lags­ins eru: 

Lou Xun er með B.Sc. gráðu í tölv­un­ar­fræði frá Zhejiang-há­skól­an­um. Lou mun bera ábyrgð á hönn­un og þróun á skalan­leg­um tækni­innviðum og viðhalda skýja­lausn­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Úlfur Örn Björns­son er með B.Sc. gráðu í hug­búnaðar­verk­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Úlfur mun bæt­ast í hóp bak­enda­for­rit­ara til að þróa áfram vef­lausn­ir og bak­enda­kerfi Plaio.

Dana Sól Tryggva­dótt­ir er með B.Sc. gráðu í rekstr­ar­verk­fræði ásamt B.Sc. gráðu  tölv­un­ar­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Dana kem­ur inn sem tækni­leg­ur áðgjafi inn­an inn­leiðing­ar­t­eym­is Plaio.

Joice Ozaki er með MFA gráðu frá Cali­fornia Institu­te of the Arts og BFA gráðu frá Virg­inia Comm­onwealth Uni­versity. Joice tek­ur við sem vöru­stjóri með sér­hæf­ingu í sta­f­rænni stefnu­mót­un, UX/​UI hönn­un og vöruþróun.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Manu­elu Magnús­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra hug­búnaðarþró­un­ar:

„Þess­ir sér­fræðing­ar fylla mik­il­væg hlut­verk inn­an Plaio og marka lyk­il­skref í að styrkja okk­ur enn frek­ar. Þau koma með mikla reynslu og þekk­ingu sem mun styrkja okk­ur og gera okk­ur enn bet­ur í stakk búin að þróa lausn­ina og skapa virði fyr­ir okk­ar viðskipta­vini.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK