Syndis og dk hugbúnaður í samstarf

Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis, Trausti Sigurbjörnsson, sviðsstjóri hýsingarsviðs …
Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis, Trausti Sigurbjörnsson, sviðsstjóri hýsingarsviðs dk og Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Ljósmynd/Aðsend

Sam­kvæmt til­kynn­ingu hef­ur netör­ygg­is­fyr­ir­tækið Synd­is og dk hug­búnaður und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing um inn­leiðingu ör­ygg­is­lausna Synd­is í hýs­ing­ar­um­hverfi dk.

Í til­efni þessa er haft eft­ir Trausta Svein­björns­syni, sviðsstjóra hýs­ing­ar­sviðs dk:

 Það er mjög ánægju­legt að und­ir­rita þenn­an sam­starfs­samn­ing við Synd­is. Með yf­ir­burða þekk­ingu þeirra á netör­yggi telj­um við að eitt mesta verðmæti okk­ar viðskipta­vina, sem eru gögn­in þeirra, verði enn ör­ugg­ari í okk­ar hönd­um. Við höf­um því miður séð ný­lega mjög slæm dæmi í okk­ar geira þar sem til­raun­ir til inn­brota hjá hýs­ing­araðila hafa tek­ist með mjög slæm­um af­leiðing­um fyr­ir bæði fyr­ir­tækið og þeirra viðskit­pa­vini.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK