Alvotech kaupir þróunarstarfsemi á 3,6 milljarða

Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­votech hef­ur keypt þró­un­ar­starf­semi sænska líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Xbra­ne Bi­oph­arma AB. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu og þar seg­ir að með kaup­un­um auki Al­votech af­kasta­getu sína í þróun nýrra líf­tækni­lyfja­hliðstæða, styrki stöðu sína sem leiðandi afl á þessu sviði og hasli sér völl inn­an sænska líf­tækni­geir­ans. Reiknað er með að kaup­un­um verði lokið í apríl.

Um­samið kaup­verð er 275 millj­ón­ir sænskra króna (um 3,6 millj­arðar ís­lenskra króna) og verða 102,2 millj­ón­ir sænskra króna greidd­ar í reiðufé og 172,8 millj­ón­ir sænskra króna með yf­ir­töku skulda, en meiri­hluti þeirra eða 152,8 millj­ón­ir sænskra króna verður greidd­ur með eig­in bréf­um.

Kaup­in eru bund­in skil­yrðum um samþykki viðkom­andi yf­ir­valda og hlut­hafa Xbra­ne. Stjórn Xbra­ne hef­ur samþykkt söl­una til Al­votech. Auk stjórn­ar­manna, hafa stór­ir fjár­fest­ar í hlut­hafa­hópi Xbra­ne skuld­bundið sig til að greiða at­kvæði með söl­unni á hlut­hafa­fundi. Stjórn Xbra­ne mun kalla sam­an hlut­hafa­fund í apríl til að afla heim­ild­ar til að ljúka söl­unni.

Al­votech tek­ur yfir aðstöðu og búnað Xbra­ne, við Karolínska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi og starfs­fólk í þró­un­ar­deild fyr­ir­tæk­is­ins. Með kaup­un­um eign­ast Al­votech jafn­framt allt lyfja­hug­vit Xbra­ne tengt fyr­ir­hugaðri hliðstæðu við Cim­izia (certolizumab pe­gol). Al­votech mun ljúka við þróun lyfs­ins og stefn­ir að því að setja það á markað á ár­inu 2028. Sam­hliða kaup­un­um mun Al­votech í fram­hald­inu skoða mögu­lega skrán­ingu í kaup­höll­inni í Stokk­hólmi með út­gáfu sænskra heim­ilda­skír­teina (SDR).

„Al­votech er nú þegar í hópi leiðandi fyr­ir­tækja á heimsvísu í þróun og fram­leiðslu líf­tækni­lyfja­hliðstæða. Velta þeirra frum­lyfja sem Al­votech þróar hliðstæður við er um­tals­vert meiri en hjá nokkr­um keppi­naut okk­ar. Við ætl­um að halda áfram að fjölga lyfj­um í þróun og þar með bæta aðgengi sjúk­linga að líf­tækni­lyfj­um í hæsta gæðaflokki,“ er haft eft­ir Ró­bert Wessman, stofn­anda, stjórn­ar­for­manni og for­stjóra Al­votech.

„Kaup­in á þró­un­ar­starf­semi Xbra­ne auka enn frek­ar af­kasta­getu okk­ar í þróun nýrra lyfja, á sama tíma og Al­votech ætl­ar að fjölga veru­lega starfs­fólki við lyfjaþróun á Íslandi. Fjöldi líf­tæknifyr­ir­tækja í Svíþjóð er ann­ar mesti á eft­ir Banda­ríkj­un­um. Aðgengi að reyndu starfs­fólki er því gott og jafn­framt opn­ast mögu­leik­ar á frek­ara sam­starfi við önn­ur sænsk líf­tæknifyr­ir­tæki. Kaup­in á þró­un­ar­starf­semi Xbra­ne er því mik­il­vægt skref sem treyst­ir enn frek­ar leiðandi stöðu okk­ar í þróun og fram­leiðslu líf­tækni­lyfja­hliðstæða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK