Ekki að draga úr aðhaldi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans á fundi. Telur …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans á fundi. Telur áfram þörf á þéttu taumhaldi. mbl.is/Karítas

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í gær að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir um 0,25 pró­sentu­stig. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 7,75%. All­ir nefnd­ar­menn studdu þessa ákvörðun og var hún í takt við spár grein­ing­araðila.

Kári S. Friðriks­son hag­fræðing­ur hjá Ari­on seg­ir að lækk­un­in hafi verið al­gjör­lega í takt við spár.

„Þótt hún feli í sér að raun­stýri­vext­ir, miðað við verðbólgu og verðbólgu­vænt­ing­ar, fari und­ir þau 4% sem nefnd­in hef­ur miðað við und­an­farið ár, þá lít­ur hún ekki svo á að hún sé í raun að draga úr aðhaldi, enda eru horf­ur á að þeir hækki til baka fram að næsta fundi,“ seg­ir Kári.

Hann bæt­ir við að verðbólga hafi verið að hjaðna, verðbólga án hús­næðis hef­ur mælst ná­lægt mark­miði síðan í sept­em­ber og því er mjög já­kvætt upp á fram­haldið að hús­næðismarkaður­inn hafi verið að kólna.

„Sig­ur­inn er þó ekki í höfn og nefnd­in sér fram á að þurfa áfram þétt taum­hald til þess að ná að klára síðustu metr­ana,“ seg­ir hann að lok­um.

Verðbólga var 4,2% í fe­brú­ar og hef­ur ekki verið minni í fjög­ur ár. Í til­kynn­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar kem­ur fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og und­ir­liggj­andi verðbólga hafi því einnig minnkað. Útlit er fyr­ir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Verðbólguþrýst­ing­ur fyr­ir­finnst þó enn svo og óvissa í alþjóðamál­um. Enn mæl­ist mik­il hækk­un launa­kostnaðar og verðbólgu­vænt­ing­ar eru áfram yfir mark­miði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK