Ísland áhugaverður markaður fyrir Kry

„Það eru fleiri með Kry-reikning í Svíþjóð en Netflix-aðgang,“ segir …
„Það eru fleiri með Kry-reikning í Svíþjóð en Netflix-aðgang,“ segir Johannes Schildt, stofnandi og stjórnarformaður Kry.

Johann­es Schildt, stjórn­ar­formaður og stofn­andi sænska heil­brigðis­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Kry, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að til greina komi að hasla sér völl á Íslandi, en fyr­ir­tækið er nú þegar með starf­semi í nokkr­um lönd­um.

Schildt mun fjalla um þjón­ustu Kry á ráðstefn­unni Sta­f­ræn­ar lausn­ir í heil­brigðisþjón­ustu: Tæki­færi fyr­ir Ísland, sem fram fer í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­votech í Vatns­mýri í Reykja­vík í dag.

Á ráðstefn­unni verður sjón­um meðal ann­ars beint að því hvernig hægt er að auka hag­kvæmni í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu.

Eins og Schildt út­skýr­ir þá hef­ur starf­semi Kry minnkað álag á heil­brigðis­kerf­in í þeim lönd­um sem fyr­ir­tækið starfar í. Svar­tími stytt­ist og álag dreif­ist.

Kry er stærsti sta­f­ræni þjón­ustu­veit­and­inn á heil­brigðis­sviði í Evr­ópu, en Schildt er einn af leiðandi frum­kvöðlum Svíþjóðar og var val­inn á topp 30-lista For­bes tíma­rits­ins banda­ríska yfir unga frum­kvöðla í Evr­ópu. Þá valdi Wired tækni­tíma­ritið Kry eitt af heit­ustu sprota­fyr­ir­tækj­un­um.

Stofnaði Kry 25 ára

Schildt stofnaði fyr­ir­tækið árið 2015 þegar hann var aðeins 25 ára gam­all. Drif­kraft­ur­inn að baki stofn­un­inni var að um­bylta aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu.

„Það eru fleiri með Kry-reikn­ing í Svíþjóð en Net­flix-aðgang,“ seg­ir Schildt og bæt­ir við að nær þriðjung­ur þjóðar­inn­ar noti þjón­ust­una. „All­ir Sví­ar þekkja okk­ur. Svo störf­um við í Frakklandi, Bretlandi og í Nor­egi. Starfs­menn eru fjög­ur þúsund.“

Eins og Schildt út­skýr­ir var fyr­ir­tækið í upp­hafi ein­göngu hug­búnaðarfyr­ir­tæki en færði síðar út kví­arn­ar og veit­ir nú einnig áþreif­an­lega heilsu­gæsluþjón­ustu. „Við rek­um sex­tíu og sex heilsu­gæslu­stöðvar þar sem við tök­um á móti fólki.“

Schildt seg­ir að það sem kveikti hug­mynd­ina í upp­hafi hafi verið ákveðin per­sónu­leg gremja hans með ástandið í sta­f­rænni þjón­ustu á þessu sviði. „Fyr­ir tíu árum gat maður keypt hús og bíl á net­inu en ekki grund­vall­ar­heil­brigðisþjón­ustu. Það eina sem var í boði var að hringja og reyna að panta tíma hjá lækni sem tók alltof lang­an tíma. Ég hugsaði að það hlyti að vera hægt að bæta úr því. Nú erum við orðin mik­il­væg­ur þátt­ur í grunn­heil­brigðis­innviðum og veit­um fólki aðgang að heil­brigðis­starfs­fólki inn­an nokk­urra mín­útna í myndsím­tali auk þess að reka eig­in áþreif­an­leg­ar heilsu­gæslu­stöðvar.“

Kry býður í dag þjón­ustu all­an sól­ar­hring­inn og fyr­ir­tækið hef­ur verið drif­kraft­ur auk­inn­ar skil­virkni á sviðinu. „Áður var al­gengt að fólk þyrfti að bíða alltof lengi eft­ir þjón­ustu og endaði á bráðamót­tök­unni með til­heyr­andi auknu álagi á sjúkra­hús­in. Með Kry-lausn­inni get­um við gripið fólk og leyst úr vanda þess fljótt og vel. Við get­um m.a. skrifað út lyf­seðla og tekið blóðpruf­ur. Við veit­um mjög breiða þjón­ustu.“

Spurður um Ísland og hvort Kry gæti hugsað sér að nema land þar seg­ir Schildt að Ísland sé áhuga­verður markaður. „Við erum alltaf opin fyr­ir nýj­um mörkuðum til að hjálpa kerf­inu að verða skil­virk­ara og praktísk­ara. Það yrði líka góð af­sök­un fyr­ir mig að heim­sækja landið oft­ar,“ seg­ir Schildt og bros­ir.

Kry er í einka­eigu og velti 250 millj­ón­um evra á síðasta ári, eða tæp­um 37 millj­örðum ís­lenskra króna. EBITDA jókst um 90% 2024.

„Frá sjón­ar­hóli sjúk­lings­ins er þetta frá­bær þjón­usta sem virk­ar,“ seg­ir Schildt en þjón­ust­an er að hans sögn svo­kallað PPP-verk­efni (sam­vinnu­verk­efni rík­is og einkaaðila).

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK