Nýir rekstrarstjórar Samkaupa 

Kristín Gunnarsdóttir, Bóas Bóasson og Birkir Einar Björnsson hjá Samkaupum.
Kristín Gunnarsdóttir, Bóas Bóasson og Birkir Einar Björnsson hjá Samkaupum. Ljósmynd/Aðsend

Birk­ir Ein­ar Björns­son, Bóas Bóas­son og Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir hafa tekið við nýj­um stöðum sem rekstr­ar­stjór­ar hjá Sam­kaup­um.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu hef­ur Sam­kaup ráðið til sín þrjá nýja rekstr­ar­stjóra.

Bóas Bóas­son hef­ur tekið við stöðu rekstr­ar­stjóra Nettó. Bóas kem­ur til Sam­kaupa frá Pizzunni ehf. þar sem hann sinnti stöðu fram­kvæmda­stjóra.

Birk­ir Ein­ar Björns­son, sem hef­ur starfað hjá Sam­kaup­um í hátt í tvo ára­tugi bæði sem aðstoðar­versl­un­ar­stjóri og versl­un­ar­stjóri og síðast gæða- og þjón­ust­u­stjóri Nettó, hef­ur tekið við stöðu rekstr­ar­stjóra Kjör­búðar­inn­ar. 

Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir sem hef­ur starfað um ára­bil hjá Sam­kaup­um, fyrst sem mannauðsstjóri Kjör- og Kram­búða og síðar sem rekstr­ar­stjóri versl­an­anna held­ur nú áfram sem rekstr­ar­stjóri Kram­búðanna og Ice­land versl­ana. 

„Við hjá Sam­kaup­um leggj­um mikla áherslu á að fólkið okk­ar blómstri í starfi og það er alltaf gam­an að líta yfir fer­il reynslu­bolta eins og Krist­ín­ar og Birk­is sem hafa verið hjá okk­ur lengi, vaxið og dafnað í starfi. Nú svo er alltaf fagnaðarefni að fá flott fólk eins og Bóas til liðs við okk­ur. Fram und­an eru spenn­andi tím­ar hjá Sam­kaup­um. Við erum með þess­ar þrjár öfl­ugu versl­ana­keðjur sem hafa all­ar sín sér­svið og veita viðskipta­vin­um okk­ar ólíka þjón­ustu. Þess­ar skipu­lags­breyt­ing­ar eru liður í að styrkja hvert vörumerki fyr­ir sig enn frek­ar til að veita viðskipta­vin­um okk­ar frá­bæra þjón­ustu og vöru­úr­val um allt land,“ seg­ir Gunn­ur Líf Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar- og þjón­ustu hjá Sam­kaup­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK