Samstarf Logos og Lagavita um þróun gervigreindar

Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri Logos, Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður Logos, …
Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri Logos, Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður Logos, Jóhannes Eiríksson framkvæmdastjóri og stofnandi Lagavita, Tómas Eiríksson stofnandi Lagavita. Ljósmynd/Aðsend

Laga­viti hef­ur und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing við lög­manns­stof­una Logos um áfram­hald­andi þróun gervi­greind­ar­hug­búnaðarlausn­ar Laga­vita.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu vinn­ur Laga­viti að þróun gervi­greind­ar­hug­búnaðarlausn­ar, sem hönnuð er af lög­fræðing­um fyr­ir lög­fræðinga. Mark­miðið er að búa til lausn sem skil­ar lög­fræðilega tækri rök­semda­færslu í formi vinnu­skjals sem not­and­inn ósk­ar eft­ir.

Haft er eft­ir Jó­hann­esi Ei­ríks­syni, fram­kvæmda­stjóra Laga­vita:

„Við mun­um leggja okk­ur alla fram um að standa und­ir því trausti sem Logos hef­ur sýnt okk­ur með áherslu á gæði rök­semda og úr­lausna, ör­yggi gagna og góða not­enda­upp­lif­un – allt með það að mark­miði að lög­menn stof­unn­ar geti ein­beitt sér að hinni raun­veru­legu lög­fræðilegu vinnu og látið Laga­vita um annað sem henni fylg­ir.” 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK