Fáir kjósa bíllausan lífsstíl

Borgin hefur þá stefnu að fækka bílastæðum í vissum hverfum. …
Borgin hefur þá stefnu að fækka bílastæðum í vissum hverfum. Á það að stuðla að aukinni notkun almenningssamgangna. mbl.is/Eggert

Hús­byggj­and­inn Gunn­ar Ingi Bjarna­son seg­ir litla eft­ir­spurn eft­ir íbúðum sem eru ekki með bíla­stæðum. Þvert á móti sé erfitt að selja íbúðir sem eru ekki með bíla­stæðum.

Heyrst hafa kröf­ur um að fækka bíla­stæðum. Þá meðal ann­ars með vís­an í ham­fara­hlýn­un og nauðsyn þess að draga úr bílaum­ferð. Hvernig er stemn­ing­in fyr­ir þessu viðhorfi?

„Lít­il sem eng­in. Við finn­um fyr­ir því að það er ekki mik­il eft­ir­spurn eft­ir íbúðum án bíla­stæða. Maður finn­ur fyr­ir því hér í hverf­inu að eitt af því sem er að pirra fólk er bíla­stæðal­eysi. Það er erfiðast að selja íbúðir sem eru ekki með bíla­stæðum. Markaður­inn virðist ekki vera að kalla eft­ir þessu. Við höf­um lagt áherslu á að bjóða upp á aðstöðu til að hlaða raf­bíla og reyn­um eft­ir fremsta megni að koma fyr­ir eins mörg­um bíla­stæðum og borg­in leyf­ir okk­ur, sem er öf­ugt við hug­mynda­fræðina ann­ars staðar,“ seg­ir Gunn­ar Ingi.

Sum­ir vilja stór­ar íbúðir

Ingvi Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Klasa, sagði við ViðskiptaMogg­ann á dög­un­um að það væri ekki mik­il eft­ir­spurn eft­ir 4-5 her­bergja íbúðum en samt væri gerð krafa um þær á þétt­ing­ar­reit­um, þar með talið á Ártúns­höfða. Hvað finnst þér um þetta sjón­ar­mið?

Gunnar Ingi Bjarnason við íbúðareit sem hann byggði á Hlíðarenda.
Gunn­ar Ingi Bjarna­son við íbúðareit sem hann byggði á Hlíðar­enda. mbl.is/​Eyþór

 

„Það er erfitt að segja til um það enda er all­ur gang­ur á því hvernig íbúðum markaður­inn er að kalla eft­ir. Maður hef­ur sett á markað þriggja her­bergja 70-90 fer­metra íbúðir sem maður held­ur að séu frá­bær sölu­vara en svo koma tíma­bil þar sem það selst ekki ein svo­leiðis íbúð held­ur eru all­ir að leita að fjög­urra her­bergja íbúðum. Það er erfitt að full­yrða um þetta. Við byrjuðum að selja íbúðir hér á Hlíðar­enda árið 2020. Marg­ar íbúðir sem maður held­ur að fari strax fara ekki, og svo allt í einu fara þær all­ar, þá sitja eft­ir stærri íbúðir. Svo breyt­ist þetta og við för­um í gegn­um þenn­an hring aft­ur.“

Eru oft lang­vin­sæl­ast­ar

Þú ert þá ekki á móti því að það séu stór­ar íbúðir á reit­un­um?

„Nei. Alls ekki. Þær eru oft lang­vin­sæl­ast­ar. Hér koma til fjöl­skyldu­stærðir og aðrir þætt­ir, það fer eft­ir kaup­and­an­um hverju hann er að leita að. Og það er mark­hóp­ur fyr­ir öll­um stærðum af íbúðum,“ seg­ir Gunn­ar Ingi.

Ítar­legt viðtal við hann birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK