Fjárveitingar verði markmiðstengdar

Karítas Sveina Guðjónsdóttir

„Ég tel að það sé mjög mik­il­vægt þegar kem­ur að þjón­ustu rík­is­ins að það séu sett ein­hver mark­mið sem tengd eru sam­an við fjár­veit­ing­ar.

Þó að þú eyðir meiri pen­ing­um er ekki sjálf­gefið að þú fáir meiri þjón­ustu.“

Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Mik­il­vægt að stíga upp úr kjara­samn­ing­um

Bend­ir Ásgeir á að þegar Nýja-Sjá­land hafi fyrst allra ríkja sett fram verðbólgu­mark­mið hafi það verið hluti af um­bót­um í op­in­ber­um fjár­mál­um um að setja rík­is­stof­un­um mark­mið.

Hann seg­ir mik­il­vægt fyr­ir ríkið að stíga upp úr kjara­samn­ing­um og velta fyr­ir sér mannauðsstefnu og hvernig rík­is­starfs­menn geti unnið með sinn starfs­fer­il til lengri tíma.

„Hvernig get­um við tengt sam­an mark­mið starfs­manna um ein­hvern starfs­fer­il og mark­mið rík­is­ins um að ná fram þjón­ustu fyr­ir pen­ing­inn?“

Seg­ir Ásgeir mikið hafa verið um að ríkið bjóði hluti sem talið er að kosti ekk­ert í stað launa­hækk­ana og nefn­ir styttri vinnu­tíma og upp­sagna­vernd í því sam­bandi.

„Ég held að þetta sé röng braut. Ég held að þetta hafi leitt til mik­ils kostnaðar og ákveðins vanda. Það þarf að hugsa vel þegar hlut­ir eru boðnir sem talið er að geti komið í stað launa­hækk­ana.“

Eng­ar töfra­lausn­ir

Talið berst að sam­tíma­gögn­um Hag­stofu Íslands og raun­tíma­sýn Seðlabanka með til­liti til þeirra en bæði Ásgeir og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son vara­seðlabanka­stjóri hafa vísað til þess að hag­vöxt­ur hafi verið mun meiri árin eft­ir Covid en gert var ráð fyr­ir.

Seg­ir Ásgeir al­mennt vanda­mál í hinum vest­ræna heimi vera að kann­an­ir gangi verr. Svar­hlut­fall hafi lækkað en seg­ir að reynt hafi verið að bregðast við eins og hægt hef­ur verið.

„Þessi mál hvíla þó mjög mikið á Hag­stof­unni en við erum að reyna að bæta þetta,“ seg­ir Ásgeir og bæt­ir því við að eng­ar töfra­lausn­ir séu til í þeim efn­um.

Ekki raun­veru­leg áhrif fyrr en á næsta ári

Ásgeir seg­ir að lok­um aðspurður að Seðlabank­inn hafi ekki horft til sparnaðar­hug­mynda rík­is­stjórn­ar­inn­ar eða stöðug­leika­mark­miða í sínu mati.

„Það ligg­ur fyr­ir að þetta ár verður keyrt á fjár­lög­um sem voru samþykkt á Alþingi fyr­ir kosn­ing­arn­ar en eft­ir að rík­is­stjórn­in féll reynd­ar.

Við met­um það sem svo að við sjá­um ekki raun­veru­leg áhrif þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar fyrr en á næsta ári.

Það sem við höf­um hlustað á er það sem þau hafa sagt, sem er að það verði eng­ar snögg­ar breyt­ing­ar, og það er það sem við miðum við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK