Hreiðar Már nýr forstjóri Eikar

Hreiðar Már Hermannsson er nýr forstjóri Eikar.
Hreiðar Már Hermannsson er nýr forstjóri Eikar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hreiðar Már Her­manns­son hef­ur verið ráðinn nýr for­stjóri Eik­ar fast­eigna­fé­lags, en stjórn fé­lags­ins ákvað þetta á fundi sín­um í dag. Hreiðar Már tek­ur við starf­inu í fram­haldi af aðal­fundi fé­lags­ins þann 10. apríl næst­kom­andi af Garðari Hann­esi Friðjóns­syni sem leitt hef­ur fé­lagið og byggt upp und­an­far­in 22 ár.

Hreiðar Már er með B.A. gráðu í fjár­mál­um frá London South Bank Uni­versity Bus­iness School og M.Sc. gráðu í fjár­mál­um, fjár­fest­ing­um og banka­starf­semi frá sama skóla.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar kem­ur fram að Hreiðar Már hafi víðtæka reynslu af fjár­fest­inga- og fjár­mála­starf­semi. Hann kem­ur til Eik­ar frá Ari­on banka þar sem hann gegndi stöðu for­stöðumanns fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar á fyr­ir­tækja og fjár­fest­inga­banka­sviði. Áður hafði Hreiðar Már starfað við út­lána­starf­semi til fyr­ir­tækja, eign­a­stýr­ingu og ráðgjöf í 20 ár.

„Við erum afar ánægð með að fá Hreiðar Má til liðs við okk­ar öfl­uga fé­lag og hlökk­um til sam­starfs­ins. Við telj­um að reynsla hans og framtíðar­sýn muni styrkja stöðu fé­lags­ins á markaði og styðja við áfram­hald­andi arðbær­an vöxt og þróun þess.  Framund­an eru fjöl­mörg tæki­færi,“ er haft eft­ir Bjarna K. Þor­varðssyni, stjórn­ar­for­manni Eik­ar í til­kynn­ing­unni.

„Eik er spenn­andi fyr­ir­tæki, sem starfar á markaði sem mun vaxa og taka breyt­ing­um á kom­andi miss­er­um. Efna­hag­ur fé­lags­ins er fyrna sterk­ur auk þess sem það at­vinnu­hús­næði og þeir þró­un­ar­mögu­leik­ar sem eru nú þegar á efna­hags­reikn­ingn­um eru mjög áhuga­verðir. Sam­fé­lagið okk­ar er að breyt­ast, þarf­ir at­vinnu­lífs­ins eru að breyt­ast og Eik fast­eigna­fé­lag er í kjör aðstöðu til að láta þar að sér kveða. Ég þakka stjórn Eik­ar traustið og hlakka til að vinna með starfs­mönn­um og viðskipta­vin­um að tæki­fær­um sem blasa við fé­lag­inu,“ er haft eft­ir Hreiðari Má í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK