Icelandair fjárfestir í nýjum innviðum upplýsingatækni

Fulltrúar IDS á Íslandi og Icelandair í höfuðstöðvum flugfélagsins í …
Fulltrúar IDS á Íslandi og Icelandair í höfuðstöðvum flugfélagsins í Hafnarfirði. Frá vinstri til hægri eru Guðbrandur Sigurðsson IDS, Davíð Þór Kristjánsson IDS, Guðmundur Kristinn Ögmundsson Manager Infrastructure & DevOps hjá Icelandair og Steindór Arnar Jónsson frá IDS. Ljósmynd/Hari

Icelanda­ir hef­ur sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu samið við IDS á Íslandi um kaup og inn­leiðingu á Nu­t­an­ix, sem er nýtt upp­lýs­inga­tæknium­hverfi og innviðir sem byggja á hug­búnaði, skýja­lausn­um og netþjón­um með há­hraða disk­um frá banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Hewlett-Packard Enterprise.

Mik­il­vægt skref

Elísa­bet Hall­dórs­dótt­ir, stjórn­andi sta­f­ræns rekstr­ar hjá Icelanda­ir, seg­ir í til­kynn­ing­unni að kaup­in séu mik­il­vægt skref í þeirri veg­ferð að ein­falda, efla og styrkja upp­lýs­inga­tækni hjá Icelanda­ir. „Starf­semi flug­fé­laga treyst­ir á af­köst og skil­virkni í upp­lýs­inga­tækni­kerf­um og með Nu­t­an­ix get­ur Icelanda­ir veitt hraðari og ör­ugg­ari þjón­ustu. Nu­t­an­ix er leiðandi fyr­ir­tæki á heimsvísu í hug­búnaði fyr­ir skýja­lausn­ir og þessi nýi búnaður ger­ir okk­ur kleift að ein­falda veru­lega rekstr­ar­um­hverfið og viðhald þess, auka af­köst og stytta svar­tíma í okk­ar kerf­um,“ seg­ir Elísa­bet.

Ungt fyr­ir­tæki

Davíð Þór Kristjáns­son sölu­stjóri IDS á Íslandi seg­ir í til­kynn­ing­unni að fyr­ir­tækið sé ungt og í eigu sænska upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Hexatronic. „Það var stofnað haustið 2024 eft­ir kaup Hexatronic á stór­um hluta af rekstri Endor út úr Sýn. IDS á Íslandi veit­ir, líkt og Endor áður, heild­ar­lausn­ir í hug­búnaði og vél­búnaði fyr­ir gagna­ver og hýs­ing­ar­sali fyr­ir­tækja, allt frá hönn­un til upp­setn­ing­ar,” seg­ir Davíð.

Fimm starfa hjá IDS og áætluð ár­svelta á þessu ári er 1,5 millj­arður króna. ,,Okk­ar helsti bak­hjarl og sam­starfsaðili er IDS í Bretlandi, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Hexatronic eins og við. Þar starfa um 200 manns og þangað sækj­um við bak­hjarla í svona stór­ar upp­setn­ing­ar,” bæt­ir Davíð Þór við að lok­um í til­kynn­ing­unni.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK