Milljarður óskast en 350 milljónir í boði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun úthluta 350 milljónum króna.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun úthluta 350 milljónum króna. mbl.is/Arnþór

Alls bár­ust Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) 85 um­sókn­ir um hlut­deild­ar­lán í mars fyr­ir um 1.167 millj­ón­ir króna. Ein­ung­is 350 millj­ón­ir króna eru til út­hlut­un­ar fyr­ir tíma­bilið.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá HMS sem vinn­ur að yf­ir­ferð um­sókna og stefn­ir á að klára af­greiðslu um­sókna fyr­ir lok mars.

Bend­ir HMS á að í ljósi um­fangs um­sókna er út­lit fyr­ir að draga þurfi úr samþykkt­um um­sókn­um í sam­ræmi við for­gangs­regl­ur þar sem lík­ur eru á að samþykkt­ar um­sókn­ir verði um­fram fjár­hæð sem er til út­hlut­un­ar.

Hlut­deild­ar­lán eru veitt til kaupa á nýj­um íbúðum og standa þau til boða fyr­ir fyrstu kaup­end­ur og aðila sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru und­ir til­tekn­um tekju­mörk­um. 

Opnað verður aft­ur fyr­ir nýtt um­sókn­ar­tíma­bil hlut­deild­ar­lána þriðju­dag­inn 3. apríl. Til út­hlut­un­ar fyr­ir tíma­bilið þá verða 350 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK