Erlendir aðilar sækja í ríkisskuldabréfin

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:12
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:12
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Agn­ar Tóm­as Möller, sagn­fræðinemi og fjár­fest­ir, var gest­ur í viðskipta­hluta Dag­mála sem sýnd­ur er á mbl.is Þar var rætt um mál­efni ÍL-sjóðs, skulda­bréfa­markaði og er­lend­ar og inn­lend­ar efna­hags­horf­ur.

Agn­ar seg­ir að á sein­asta ári höf­um við séð lang­stærsta árið í kaup­um er­lendra aðila í rík­is­skulda­bréf­um.

Mig minn­ir að hafi verið 50-60 millj­arðar, við sáum líka að í fyrsta skiptið í lang­an tíma, höfðu er­lendu aðilar síðustu ár nær ein­göngu keypt löng rík­is­skulda­bréf. Við sáum mikla aukn­ingu í kaup­um á stutt­um rík­is­bréf­um og ástæðan fyr­ir því er að þá ertu meira að veðja á krón­una og svona skammtima­vaxtamun sem hef­ur verið meiri til lengri tíma en ég hef verið að benda á það að það gæti ákveðins miskiln­ings með lang­tíma vaxtamun­inn og ef þú ert að bera okk­ur sam­an við Banda­rík­in erum við með sömu raun­vexti," seg­ir Agn­ar.

Hann bend­ir á að mun­ur­inn þar ofan á eða það sem býr til vaxtamun­inn er mun­ur­inn á verðbólgu­vænt­ing­um.

„Þannig að með því að kaupa löng óverðtryggð rík­is­skulda­bréf ertu að kaupa hærri verðbólgu­vænt­ing­ar en í Banda­ríkj­un­um til dæm­is en það sem ég held að skipti meira máli er bara að Ísland er með gott láns­hæfi. Við skuld­um lítið eða 40% af lands­fram­leiðslu ef við tök­um nettó eign­ir eru þær komn­ar niður í 30%. Ísland lít­ur vel út sem út­gef­end­ur skulda­bréfa í hinu alþjóðlega sam­hengi," seg­ir Agn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK