Keypt áður en Elon Musk tók fásinnu

Í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett skilaboð á ökutæki sín …
Í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett skilaboð á ökutæki sín til að fjarlægja sig frá persónunni og hugmyndafræði Elon Musk. AFP/Justin Sullivan

Tölu­verð umræða hef­ur verið að und­an­förnu um Tesla sem fram­leiðanda og teng­ing­ar kaup­anda bif­reiða fé­lags­ins og fyr­ir­tæk­is­ins sjálfs við helsta eig­anda þess, Elon Musk. Sá starfar þessa dag­ana sem helsti niður­skurðar­hníf­ur í op­in­ber­um rekstri og hef­ur þar stillt sér ræki­lega við hlið Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og hans svo­kölluðu „MAGA“-bar­áttu.

Sala á bif­reiðum Tesla hef­ur fallið víða um heim, bæði á heima­markaði en sér­stak­lega í Kína (49%), Þýskalandi (76%) og Ástr­al­íu (72%). Hluta­bréfa­verð fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur einnig fallið síðustu mánuði. Flókn­ara er þó að lesa í stöðuna því ef tekið er mið af síðasta heila ári hef­ur verð á hluta­bréf­um fé­lags­ins auk­ist um meira en 35%, þrátt fyr­ir mikla lækk­un síðasta mánuð.

Grein­in eft­ir Mark Rit­son

Í Mar­ket­ing Week er áhuga­verð grein eft­ir Mark Rit­son þar sem hann fer yfir teng­ing­ar Elon Musk við Tesla. Í grein­inni er fjallað um hve erfitt það get­ur verið fyr­ir fyr­ir­tæki að sam­sama sig ein­um ein­stak­lingi eins og Musk. Í byrj­un var hann hold­gerv­ing­ur hins fram­sækna, um­hverf­is­ábyrgðar og breyt­inga á stöðluðum ímynd­um og viðmiðum. Nú er hann hins veg­ar tengd­ur við nei­kvæðari hluti, einkum eft­ir aðgerðir hans sjálfs. Þetta hef­ur haft áhrif á Tesla-eig­end­ur og fram­leiðand­ann og vilja sum­ir Tesla-eig­end­ur sem fjar­lægja sig frá hug­mynda­fræði Musks, einkum í Banda­ríkj­un­um, enda hafa aðgerðir hans mest áhrif þar eins og sak­ir standa.

Þaðan kem­ur fyr­ir­sögn grein­ar­inn­ar; eig­end­ur Tesla-bif­reiða í Banda­ríkj­un­um hafa marg­ir hverj­ir sett sam­bæri­leg skila­boð á bíla sína til að fjar­lægja sig frá per­són­unni og hug­mynda­fræði Elon Musk.

Í markaðsfræðum er al­mennt talað um að nei­kvæð umræða sé jafn­vel já­kvæð fyr­ir fyr­ir­tæki enda séu þau þá í umræðunni. Mark Rit­son kemst að þeirri niður­stöðu að það sé í raun ekki rétt. Staða Tesla sé sér­stak­lega erfið því nei­kvæða um­fjöll­un­in stang­ist beint á við grunn­gildi vörumerk­is­ins. Áhersla Tesla á Musk sem and­lit vörumerk­is­ins er því tal­in einkar áhættu­söm stefna. Op­in­ber hegðun Musks virðist í öllu falli hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir vörumerki eins og Tesla.

Margt sem hef­ur áhrif á sölu

Sala á bif­reiðum Tesla er hins veg­ar háð mörg­um breyt­um og ekki ein­ung­is hegðunar Musks. Það er auk­in sam­keppni á markaðnum, sér­stak­lega frá Kína, og því ekki skrítið að sala þar hafi lækkað. Markaðir heims­ins eru jafn­framt eins mis­jafn­ir og þeir eru marg­ir. Ekki hef­ur hjálpað hve illa stjórn­mála­menn hafa staðið að reglu­gerðum og fyr­ir­sjá­an­leika varðandi skatt­lagn­ingu raf­bíla. Einnig hef­ur til­koma nýrr­ar út­gáfu af mest seldu út­gáfu Tesla, Model Y, haft áhrif. Markaðir hafa ein­fald­lega beðið eft­ir nýrri út­færslu og það skýr­ir lak­ari sölu síðustu mánaða.

Sam­kvæmt gögn­um frá Sam­göngu­stofu er Tesla þriðja mest selda vörumerkið á markaði á Íslandi með 204 skráðar bif­reiðar það sem af er þessu ári. Allt árið í fyrra voru skráðar 574 Tesl­ur. Góð byrj­un árs­ins gef­ur ekki til­efni til þess að ætla að Íslend­ing­ar hafi áhyggj­ur af fram­ferði Musks eða teng­inga bif­reiða sinna við hann. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK