Þeir segja mest af Ólafi konungi

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu og aðjúnkt við …
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu og aðjúnkt við lagadeild HR.

Lára Her­borg Ólafs­dótt­ir, lögmaður á Lex lög­manns­stofu og aðjúnkt við laga­deild HR skrif­ar:

Í dag fer fram ráðstefna í Hörpu um gervi­greind og lög á veg­um laga­deild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðuneyt­is­ins og Bentt. Þar verður gervi­greind­ar­reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins rætt sem samþykkt var á síðasta ári og mun hafa áhrif á fjöl­mörg fyr­ir­tæki og rík­is­stofn­an­ir fyrr en var­ir. Í umræðunni hef­ur Evr­ópu­sam­bandið verið gagn­rýnt fyr­ir of­reglu­væðingu og hef­ur þar gervi­greind­ar­reglu­verkið meðal ann­ars verið nefnt sem íþyngj­andi reglu­verk sem sé til þess fallið að hamla hag­vexti og draga úr sam­keppn­is­hæfni Evr­ópu­ríkja við önn­ur ríki á borð við Banda­rík­in og Kína. Ein­hverj­ir hafa í því sam­bandi vísað til skýrslu Mari­os Drag­his fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sem varpaði ljósi á slaka sam­keppn­is­hæfni Evr­ópu, meðal ann­ars vegna of flók­inna reglna og lít­ils hvata til fjár­fest­inga og ný­sköp­un­ar.

Í kapp­hlaup­inu um að ein­falda regl­ur og efla hag­vöxt, sem vissu­lega þörf er á, er þó mik­il­vægt að staldra við grund­vall­ar­ástæður að baki gervi­greind­ar­reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins – en rauði þráður reglu­verks­ins lýt­ur að því að standa vörð um grund­vall­ar­rétt­indi ein­stak­linga. Regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins af þess­um toga eiga sér djúp­ar sögu­leg­ar skýr­ing­ar, einkum frá síðari heims­styrj­öld­inni og af­leiðing­um henn­ar. Á stríðsár­un­um og í aðdrag­anda þeirra leiddi óheft eft­ir­lit, kúg­un og vald ríkja til ein­hverra verstu kafla mann­kyns­sög­unn­ar. Heilu þjóðfé­lög­in voru und­ir stöðugu eft­ir­liti, and­óf var kæft og mann­rétt­indi brot­in í nafni þjóðarör­ygg­is og efna­hags­legr­ar útþenslu.

Í kjöl­farið skuld­batt Evr­ópa sig til að byggja upp reglu­bundið kerfi sem myndi setja ein­stak­lings­frelsi, gagn­sæi og mann­lega reisn í for­gang. Setn­ing Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og meg­in­regl­ur sem fest­ar eru í lög Evr­ópu­sam­bands­ins miðuðu að því að tryggja að fyr­ir­tæki, ríki eða valda­mik­il öfl gætu ekki aft­ur starfað án eft­ir­lits og ábyrgðar. Er þetta ein ástæða þess að Evr­ópu­sam­bandið legg­ur sér­staka áherslu á grund­vall­ar­rétt­indi ein­stak­linga í reglu­verki sem hef­ur skýr­an snerti­flöt við slíka hags­muni, svo sem birt­ist m.a. í upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd, neyt­enda­vernd og nú reglu­verki um gervi­greind.

Í dag stönd­um við á bjarg­brún breytts veru­leika gervi­greind­ar – tækn­inn­ar sem við leit­umst við að skilja og ekki sér fyr­ir end­ann á. Gervi­greind fel­ur í sér margs kon­ar áhættu en í nýrri birt­ing­ar­mynd sem kann að vera blekkj­andi. Má þar nefna áhættu sem fylg­ir gíf­ur­legri söfn­un upp­lýs­inga um m.a. hagi, störf og einka­líf ein­stak­linga; fjölda­eft­ir­liti og sta­f­ræn­um fót­spor­um, mis­mun­un sem end­ur­spegl­ast í töl­fræðilíkani, ákv­arðana­töku án mann­legr­ar íhlut­un­ar sem kann að hafa áhrif á rétt­indi ein­stak­linga, tækni­legri getu mállík­ana til að hafa áhrif á at­ferli ein­stak­linga o.fl. Þá er upp­lýs­inga­hernaður ekki nýr af nál­inni í heims­sög­unni en auðvelt er að sjá að til­koma gervi­greind­ar get­ur þar leikið stórt hlut­verk.

Í umræðunni um sam­keppn­is­hæfni við Kína og Banda­rík­in er mik­il­vægt að víkka lins­una og spyrja hvert ferðinni er heitið. Í því sam­hengi er ekki hægt að taka und­ir þau sjón­ar­mið gagn­rýn­is­laust að reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði gervi­greind­ar sé of íþyngj­andi fyr­ir það eitt að vera um­fangs­mikið, þegar litið er til und­ir­liggj­andi hags­muna. Mik­il­vægt er að finna jafn­vægi – efla ný­sköp­un á sama tíma og tryggt er að tækniþróun sam­rým­ist siðferðis- og mann­rétt­inda­leg­um sjón­ar­miðum. Gervi­greind­ar­reglu­verkið freist­ast til að tryggja hvort tveggja með áhættumiðaðri nálg­un.

Íslandi ber að inn­leiða reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins sem fell­ur inn­an vé­banda EES-samn­ings­ins og er gervi­greind­ar­reglu­gerðin þar á meðal. Við inn­leiðingu reglna frá sam­band­inu, sem eru sann­ar­lega oft íþyngj­andi, flókn­ar og í sum­um til­vik­um á skjön við ís­lensk­an veru­leika, þarf að gæta þess að blýhúða ekki regl­urn­ar og tryggja að þær falli að ís­lenskri lagaum­gjörð, auk þess sem ráðgjöf og leiðbein­ing­ar eft­ir­litsaðila þurfa að vera aðgengi­leg­ar og auðsótt­ar fyr­ir markaðsaðila. Í til­viki gervi­greind­ar­reglu­gerðar­inn­ar er hins veg­ar fram kom­in nokkuð ein­streng­ings­leg gagn­rýni þar sem þeim grunnsjón­ar­miðum sem reglu­gerðinni er ætlað að vernda er lít­ill gaum­ur gef­inn. Þannig má spyrja sig hvort þeir tjái sig mest um byrði gervi­greind­ar­reglu­gerðar­inn­ar sem hvorki hafa lesið hana né séð – eins og í til­viki Ólafs kon­ungs forðum daga.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK