Hófleg áætlun um fjölgun ferðamanna í ár

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. mbl.is/Karítas

Rekstr­araf­koma sam­stæðu Isa­via fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta (EBITDA) á ár­inu 2024 var já­kvæð um 10,7 millj­arð króna. Fyr­ir ári skilaði fé­lagið 8,1 millj­arði króna.  

Heild­araf­koma árs­ins var já­kvæð um 5,2 millj­arð króna sam­an­borið við 2,1 millj­arð króna árið 2023.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Isa­via voru farþegar um Kefla­vík­ur­flug­völl rúm­lega 8,3 millj­ón­ir á ár­inu sam­an­borið við um 7,8 millj­ón­ir árið 2023.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Svein­birni Indriðasyni, for­stjóra Isa­via:

„Elds­um­brot í lok árs 2023 höfðu nei­kvæð áhrif á fjölda farþega sem fór um Kefla­vík­ur­flug­völl á síðasta ári sem gerði það að verk­um að við náðum ekki tekju­mark­miðum okk­ar. Því til viðbót­ar feng­um við hlut­falls­lega fleiri tengif­arþega en við gerðum ráð fyr­ir sem hafði á sama tíma nei­kvæð áhrif á tekj­ur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Aft­ur á móti tök­um við fagn­andi á móti tengif­arþeg­un­um okk­ar þar sem þau styrkja tengistöðina á Kefla­vík­ur­flug­velli til framtíðar.“

Jafn­framt kem­ur fram að liðið ár hafi verið stærsta fjár­fest­inga­ár frá stofn­un fé­lags­ins, eða um 18,0 millj­arðar og þar af um 16,9 millj­arðar vegna Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Fé­lagið ger­ir ráð fyr­ir hóf­legri fjölg­un farþega á ár­inu eða um 0.8% og að sú fjölg­un verði drif­in áfram af komuf­arþegum til Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK