Uppboðslíkan verður tekið upp fyrir fyrirtæki með lítinn seljanleika á First North vaxtarmarkaðnum.
Kemur þetta fram í tilkynningu frá Kauphöllinni og mun gilda frá 1. apríl.
Fram kemur að markmið með uppboðslíkaninu sé að minnka sveiflur í verði hlutabréfa og stuðla að traustari verðmyndun og fjárfestavernd. Uppboðslíkanið, sem upphaflega var sett á laggirnar á Nasdaq First North vaxtarmörkuðunum í Svíþjóð og Finnlandi í fyrra og er hannað til að bæta verðmyndun félaga með lítinn seljanleika.
Uppboðslikan dregur þannig að mati Kauphallarinnar úr bæði áhættu og viðskiptakostnaði og stuðlar að aukinni fjárfestavernd. Ef verðbil verður of mikið á milli kaup- og sölutilboða geta lítil viðskipti valdið miklum verðsveiflum.
Hlutabréf félaga sem ekki hafa viðskiptavakt og hafa verið með verðbil umfram 7% tvo ársfjórðunga í röð munu fara í uppboðslíkanið.
Viðskipti með hlutabréf þriggja félaga færast yfir í uppboðslíkanið, Klappir Grænar Lausnir, Solid Clouds og Sláturfélag Suðurlands.