Klappir Grænar Lausnir, Solid Clouds og Sláturfélag Suðurlands í uppboðslíkan

Bjallan í Nasdaq kauphöllinni.
Bjallan í Nasdaq kauphöllinni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Upp­boðslík­an verður tekið upp fyr­ir fyr­ir­tæki með lít­inn selj­an­leika á First North vaxt­ar­markaðnum.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá Kaup­höll­inni og mun gilda frá 1. apríl. 

Fram kem­ur að mark­mið með upp­boðslíkan­inu sé að minnka sveifl­ur í verði hluta­bréfa og stuðla að traust­ari verðmynd­un og fjár­festa­vernd. Upp­boðslíkanið, sem upp­haf­lega var sett á lagg­irn­ar á Nas­daq First North vaxt­ar­mörkuðunum í Svíþjóð og Finn­landi í fyrra og er hannað til að bæta verðmynd­un fé­laga með lít­inn selj­an­leika.

Upp­boðslikan dreg­ur þannig að mati Kaup­hall­ar­inn­ar úr bæði áhættu og viðskipta­kostnaði og stuðlar að auk­inni fjár­festa­vernd. Ef verðbil verður of mikið á milli kaup- og sölu­til­boða geta lít­il viðskipti valdið mikl­um verðsveifl­um.

Hluta­bréf fé­laga sem ekki hafa viðskipta­vakt og hafa verið með verðbil um­fram 7% tvo árs­fjórðunga í röð munu fara í upp­boðslíkanið.

Viðskipti með hluta­bréf þriggja fé­laga fær­ast yfir í upp­boðslíkanið, Klapp­ir Græn­ar Lausn­ir, Solid Clouds og Slát­ur­fé­lag Suður­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK