Uppbygging varnariðnaðar á Íslandi

Bjarni telur að hér á landi gæti þróast verðmætur varnariðnaður.
Bjarni telur að hér á landi gæti þróast verðmætur varnariðnaður. Morgunblaðið/Hallur Már

Bjarni Már Magnús­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans á Bif­röst, gerði upp­bygg­ingu á ís­lensk­um varn­ariðnaði að um­fjöll­un­ar­efni í aðsendri grein sem bar yf­ir­skrift­ina „Öflug­ur varn­ariðnaður á Íslandi“ og birt­ist í Morg­un­blaðinu á dög­un­um.

Bjarni tel­ur að með mark­vissri stefnu og fjár­fest­ingu gæti Ísland orðið virk­ari þátt­tak­andi í varn­ar­tækni og jafn­framt aukið getu sína til að bregðast við ör­ygg­is­ógn­um og skapað efna­hags­legt verðmæti fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Bjarni álít­ur aðspurður að fyrsta skrefið í upp­bygg­ingu á öfl­ug­um varn­ariðnaði hér á landi væri að skil­greina hvaða ís­lensk fyr­ir­tæki falli und­ir inn­lend­an varn­ariðnað. „Eins og staðan er í dag þá falla varn­ar­mál ekki und­ir neinn flokk inn­an at­vinnu­lífs­ins hér landi,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann bend­ir á að ís­lensk fyr­ir­tæki stundi nú þegar viðskipti við aðila sem tengj­ast varn­ar­mál­um.

„Til dæm­is má nefna lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Kerec­is, en stærsti kúnni þeirra hef­ur verið banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið. Svo hafa her­ir keypt stoðtæki af Öss­uri. Íslensk fyr­ir­tæki hafa einnig náð góðum ár­angri á sviði þró­un­ar ómannaðra loft­fara (dróna). Að mínu mati gæti sá geiri vaxið hratt með mark­vissri fjár­fest­ingu bæði í borg­ara­leg­um og hernaðarleg­um til­gangi,“ út­skýr­ir Bjarni.

Bjarni seg­ir þessi mál verða rædd í dag á ráðstefnu sem Íslands­stofa, ut­an­rík­is­ráðuneytið og Sam­tök iðnaðar­ins standa fyr­ir um tækni sem hafi tvíþætt nota­gildi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK