Erlendir fjárfestar ekki skilað sér

AFP

Íslenski hluta­bréfa­markaður­inn hef­ur und­an­farið sýnt sterka fylgni við banda­ríska markaðinn, sér­stak­lega Nas­daq, en minni teng­ingu við evr­ópska markaði.

„Ef við horf­um á síðustu mánuði þá hef­ur ís­lenski markaður­inn tekið mjög djúp­ar lækk­an­ir miðað við evr­ópska markaði, en fylgt banda­ríska markaðinum tölu­vert nær. Það er í sjálfu sér sér­kenni­legt, því ís­lensk­ur markaður ætti í eðli sínu að vera tengd­ari Evr­ópu,“ seg­ir Har­ald­ur Heim­is­son hjá Ari­on banka.

Hann bend­ir á að mikl­ar sveifl­ur í Banda­ríkj­un­um, sér­stak­lega tengd­ar tæknifyr­ir­tækj­um, hafi haft áhrif á ís­lensk­an markað. Á meðan hafi evr­ópsk­ir markaðir, sér­stak­lega sá þýski og banka­geir­inn, hækkað mikið á þessu ári. Íslensk fé­lög á markaði hafi hins veg­ar staðið í stað eða lækkað.

„Markaður­inn hér horf­ir mikið til Nas­daq og banda­rískra geira. Við erum með þrjú fé­lög hér á landi sem skráð hafa verið í Banda­ríkj­un­um og það hef­ur áhrif á hvernig markaður­inn hag­ar sér,“ seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir við að þetta sýni hvernig markaðsdýna­mík­in sé orðin háðari banda­rísk­um vænt­ing­um, frem­ur en evr­ópsk­um.

Einn lyk­ilþátt­ur að mati Har­alds er að er­lend­ir fjár­fest­ar hafa ekki komið inn á markaðinn í þeim mæli sem von­ast var til síðustu 2-3 árin. „Við bjugg­umst við meira flæði að utan þegar við kom­umst inn í Frontier-vísi­töl­ur og sér­stak­lega FTSE Emerg­ing Mar­kets-vísi­töl­una. Það vakti mikl­ar vænt­ing­ar til er­lends fjár­flæðis en þær hafa ekki ræst.“

Að auki sé dýna­mík markaðar­ins þannig að stærstu eig­end­ur hluta­bréfa stunda lít­il viðskipti dags­dag­lega. „Það þýðir að það þarf oft litla veltu til að hreyfa markaðinn upp og niður,“ út­skýr­ir hann.

Har­ald­ur bend­ir á að nú­ver­andi vaxta­stig hafi ekki veitt markaðinum þá gul­rót sem von­ast var til. „Við erum með um 4% raun­stýri­vexti, sem hef­ur verið mjög letj­andi fyr­ir hluta­bréfa­fjár­fest­ing­ar. Það hef­ur ekki skap­ast það flæði inn í verðbréfa­sjóði sem menn vonuðust eft­ir.“

Hann seg­ir að þrátt fyr­ir von­ir um breyt­ing­ar í vaxta­stefnu sé markaður­inn fast­ur í skamm­tíma­hugs­un. „Við erum að bíða eft­ir niður­stöðum hjá fé­lög­um eins og Al­votech, sem hef­ur skapað óvissu og hef­ur mik­il áhrif á markaðinn í heild. Það sem skipt­ir einnig máli næstu vik­urn­ar er að sjá arðgreiðslur koma aft­ur inn á markaðinn,“ seg­ir Har­ald­ur að lok­um.

Grein­in birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um í morg­un.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK