Heima fær 140 milljóna króna fjármögnun

Alma Dóra Ríkarðsdóttir, Tristan John Frantz og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir.
Alma Dóra Ríkarðsdóttir, Tristan John Frantz og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. Ljósmynd/Axel Sigurðarson.

Sprota­fyr­ir­tækið Heima lauk á dög­un­um 140 millj­ón króna fjár­mögn­un sem leidd var af Frum­tak Vent­ur­es. Auk þeirra fjár­festu engla­sjóðirn­ir MGMT Vent­ur­es og Tenn­in í fé­lag­inu.

Andri Heiðar Krist­ins­son, meðeig­andi Frum­taks, hef­ur tekið við sem stjórn­ar­formaður Heima.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Heima.

40 þúsund Íslend­ing­ar

Þar seg­ir einnig að Heima appið hafi fyrst komið út vorið 2023 og hafa yfir fjöru­tíu þúsund Íslend­ing­ar sótt smá­for­ritið sam­kvæmt til­kynn­ing­unni. „Þúsund­ir nota Heima í hverj­um mánuði til að ein­falda heim­il­is­haldið og hvetja krakk­ana til virkr­ar þátt­töku sem safna stig­um fyr­ir unn­in verk­efni.“

Um 20% not­enda for­rits­ins eru frá Evr­ópu og þar af er Hol­land stærsti markaður Heima. Með fjár­mögn­un­inni mun Heima teymið stækka og halda í út­rás til Evr­ópu, þar sem Hol­land verður fyrsti er­lendi markaður­inn.

Um­fjöll­un í sjón­varpi

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að í nóv­em­ber 2023 hafi Heima appið orðið vin­sælt á einni nóttu í Hollandi í kjöl­far um­fjöll­un­ar um appið í þarlendu sjón­varpi. 

Heima var stofnað í lok árs 2021. Stofn­end­ur eru þau Alma Dóra Rík­arðsdótt­ir, Sig­ur­laug Guðrún Jó­hanns­dótt­ir og Trist­an John Frantz. Heima hef­ur fengið fjölda verðlauna og styrkja og sigraði meðal ann­ars Gul­leggið árið 2020, aðeins sex vik­um eft­ir að hug­mynd­in varð til á serví­ettu, eins og út­skýrt er í til­kynn­ing­unni. 

Skipta heim­il­is­verk­um á milli sín

Appið hjálp­ar fjöl­skyld­um að skipta heim­il­is­verk­un­um á milli sín á ein­fald­an og skemmti­leg­an máta. Með Heima geta fjöl­skyld­ur haft yf­ir­lit með öll­um verk­efn­um heim­il­is og fjöl­skyldu á ein­um, deil­an­leg­um stað sem hægt er að upp­færa í raun­tíma.

Heima gef­ur fjöl­skyldumeðlim­um stig fyr­ir hvert unnið verk­efni og held­ur utan um stiga­töflu fjöl­skyld­unn­ar sem hvet­ur til auk­inn­ar sam­vinnu og frum­kvæðis inn­an heim­il­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK