Markmið um að stöðva hallarekstur hins opinbera

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.
Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/Karítas

Halla­rekst­ur rík­is­sjóðs verður stöðvaður sam­kvæmt fjár­mála­stefnu fyr­ir árin 2026-2030 sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur lagt fram á Alþingi.

Kem­ur þetta fram í frétta­til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu í dag.

Fjár­mála­stefna er lögð fram í upp­hafi kjör­tíma­bils sam­kvæmt lög­um um op­in­ber fjár­mál. Í henni marka stjórn­völd ramma um út­gjalda­vöxt, af­komu og skuldaþróun rík­is og sveit­ar­fé­laga.

Í til­kynn­ing­unni er þess sér­stak­lega getið að halla­rekst­ur hins op­in­bera verði stöðvaður á ár­inu 2028 og í kjöl­farið verði af­gang­ur á rekstri. Halla­rekst­ur svo­kallaðs A1-hluta rík­is­sjóðs verði hins veg­ar stöðvaður ári fyrr eða árið 2027.

Til­kynnt er jafn­framt um að vöxt­ur op­in­berra út­gjalda á næstu árum verði minni en vöxt­ur lands­fram­leiðslunn­ar og hlut­fall út­gjalda af lands­fram­leiðslu muni lækka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK