Sameiningar fyrirtækja flóknari en kaup og sölur

Heildarvelta sameinaðs félags er 3,6 milljarðar dala, eða 480 milljarðar …
Heildarvelta sameinaðs félags er 3,6 milljarðar dala, eða 480 milljarðar íslenskra króna.

Eins og fram kom í fjöl­miðlum á dög­un­um mun Sig­urður Óli Ólafs­son verða for­stjóri í sam­einuðu lyfja­fyr­ir­tæki Mall­inckrodt og Endo.

Sig­urður Óli kom til Mall­inckrodt um mitt ár 2022 en fyr­ir­tækið er eitt elsta lyfja­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, stofnað árið 1867. Áður stýrði hann breska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Hikma, 2018-2022, og þar á und­an ísra­elska sam­heita­lyfjaris­an­um Teva og Acta­vis.

„Mall­inckrodt gekk í gegn­um erfiða tíma frá 2018-2019 og fór í gegn­um greiðslu­stöðvun og fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu frá 2020-2022. Þá kem ég inn sem for­stjóri. Í ljós kom að þessi end­ur­skipu­lagn­ing var ekki nægj­an­leg, fyr­ir­tækið var of skuld­sett, og því þurfti fyr­ir­tækið að end­ur­taka svipað ferli til að lækka skuld­ir enn frek­ar,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Aft­ur á vaxt­ar­braut

Hann seg­ir að vinna sín í byrj­un hafi fal­ist í að koma rekstr­in­um í samt horf og fyr­ir­tæk­inu aft­ur á vaxt­ar­braut, á sama tíma og farið yrði í seinni fjár­hags­legu end­ur­skipu­lagn­ing­una.

Sig­urður seg­ir að í Banda­ríkj­un­um séu gjaldþrota­lög öðru­vísi en í Evr­ópu. „Hér sækja fyr­ir­tæki um svo­kallað greiðslu­skjól (e. Chap­ter 11 bankruptcy) sem er fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing og greiðslu­stöðvun á sama tíma. Árið 2023 för­um við sem sagt í þessa seinni fjár­hags­legu end­ur­skipu­lagn­ingu en þá var búið að semja við kröfu­hafa fyr­ir fram. Þetta verk­efni kláraðist árið 2023 og var mik­il vinna. Í fram­hald­inu héld­um við áfram veg­inn í átt að meiri vexti.“

Rekstr­ar­tekj­ur Mall­inckrodt 2024 voru um tveir millj­arðar banda­ríkja­dala, eða um 270 millj­arðar ís­lenskra króna, og EBITDA-fram­legð var um sex hundruð millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða um 80 millj­arðar ís­lenskra króna. 2.700 manns starfa hjá fé­lag­inu sem fram­leiðir bæði sam­heita­lyf og frum­lyf.

„Í byrj­un 2024 selj­um við frá okk­ur eitt af lyfj­un­um okk­ar og í fram­hald­inu skoðum við hvað sé næst á dag­skrá. Þá koma upp hug­mynd­ir um að sam­ein­ast Endo.“

Sig­urður seg­ir að fyr­ir­huguð sam­ein­ing, sem til­kynnt var um op­in­ber­lega 13. mars sl., sé tíma­frek. „Sam­ein­ing­ar fyr­ir­tækja eru flókn­ari en kaup og söl­ur á fé­lög­um, þar sem kaup­and­inn hef­ur meira um málið að segja. Hér er verið að ganga í „hjóna­band“ og það þarf að finna sam­eig­in­lega lausn á ótal mál­um áður en til­kynnt er um sam­ein­ing­una. Það ferli endaði svo með þess­ari til­kynn­ingu fyrr í mánuðinum.“

Eins og for­stjór­inn út­skýr­ir er Endo gam­al­gróið fyr­ir­tæki rétt eins og Mall­inckrodt. „Það er mjög svipað Mall­inckrodt og hef­ur sömu­leiðis gengið í gegn­um greiðslu­stöðvun og fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu í kjöl­farið. Það kom út úr henni á síðasta ári, 2024. Endo fram­leiðir líkt og við bæði sam­heita­lyf og frum­lyf og stærðin er svipuð, eða um þrjú þúsund starfs­menn.“

Megnið í Banda­ríkj­un­um

Sig­urður seg­ir að bæði fyr­ir­tæki séu með megnið af starf­sem­inni í Banda­ríkj­un­um. „Það sagði okk­ur að mik­il sam­legðaráhrif gætu orðið með sam­ein­ingu. Bæði fyr­ir­tæk­in þurftu að vaxa og við töld­um að fyr­ir­tæk­in hefðu betri tæki­færi til að gera það sam­einuð en sitt í hvoru lagi. Það er grunn­ur­inn að því að farið var af stað.“

Heild­ar­velta sam­einaðs fé­lags er 3,6 millj­arðar dala, eða 480 millj­arðar ís­lenskra króna.

„Sam­einað fyr­ir­tæki verður með þeim stærri í lyfja­brans­an­um þó það nái ekki inn á topp tutt­ugu. En það kem­ur í næstu grúppu þar á eft­ir. Starfs­menn verða 5.700 og velt­an er mest í Banda­ríkj­un­um. En við erum einnig með tekj­ur frá Kan­ada, Evr­ópu, Jap­an og Ástr­al­íu.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK